Mikael Torfason
Mikael Torfason (f. 8. ágúst 1974) er íslenskur rithöfundur og blaðamaður. Hann hefur skrifað skáldsögur og leikrit, leikstýrt bíómynd og ritstýrt dagblöðum.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Mikael er sonur hjónanna Torfa Geirmundssonar og Huldu Fríðu Berndsen. Hann hefur skrifað um þau í bókum sínum, Týnd í paradís (2015) og Syndafallið. Fyrstu árin var hann langveikur og gekkst undir fjölda skurðaðgerða. Mikael gekk í Vogaskóla og fór þaðan í Menntaskólann við Sund. Hann var einnig við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þá las hann enskar bókmenntir við West Los Angeles College og Háskóla Íslands.
Fyrsta skáldsaga Mikaels kom út árið 1997 og hét hún Falskur fugl og þótt hrá lýsing á unglingum í Grafarvogi í Reykjavík. Bókin var kvikmynduð árið 2013 en sjálfur leikstýrði Mikael kvikmyndinni Gemsar eftir eigin handriti árið 2002. Mikael hefur í heild skrifað sex bækur og hlotið tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Bókmenntaverðlauna Íslands, Edduverðlauna og Grímuverðlauna auk fjölda tilnefninga á kvikmyndahátíðum erlendis, þar á meðal Besta mynd Norðurlanda í Gautaborg.
Bækur Mikaels hafa komið út í Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Litháen.
Blaðamennska
[breyta | breyta frumkóða]Mikael Torfason hóf blaðamennskuferil sinn á menningartímaritinu Fjölni sem ritstýrt var af Gunnari Smára Egilssyni. Síðan starfaði hann sem blaðamaður á Fókusi, en það var fylgirit DV, og var hann um tíma ritstjóri Fókuss (1998–2000). Þá ritstýrði hann DV á árunum 2003–2006. Hann var aðalritstjóri tímaritaútgáfu Birtíngs frá 2006–2007. 2012 var Mikael ritstjóri Fréttatímans og 2013–2014 var hann aðalritsjóri fréttasviðs 365 sem gefur út Fréttablaðið, Vísir.is og stýrði hann einnig fréttastofu Stöðvar 2 og fréttastofu Bylgjunnar.
Mikael hefur einnig starfað töluvert í útvarpi og sjónvarpi.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Falskur fugl (1997)
- Saga af stúlku (1998)
- Heimsins heimskasti pabbi (2000)
- Samúel (2002)
- Vormenn Íslands (2009)
- Týnd í paradís Geymt 20 september 2020 í Wayback Machine (2015)
- Syndafallið Geymt 25 október 2020 í Wayback Machine (2017)
- Bréf til mömmu (2019)
Leikrit
[breyta | breyta frumkóða]- Hinn fullkomni maður - Borgarleikhúsið (2002)
- Harmsaga - Þjóðleikhúsið (2013)
- Njála - Borgarleikhúsið (2015)
- Síðustu dagar Kjarvals - Útvarpsleikhúsið (2015)
- Enemy of the Duck - Norska Þjóðleikhúsið (2016)
- Guð blessi Ísland - Borgarleikhúsið (2017)
- Edda - Borgarleikhúsið í Hannover (2018)
Kvikmyndir/Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirheitna landið - leikrit fyrir Þjóðleikhúsið
- Pollock - leikrit fyrir Þjóðleikhúsið
- Warren Buffett aðferðin - bók