Michelangelo Buonarroti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Teikning af Michelangelo eftir Daniele da Volterra.

Michelangelo di Lodovico Buonarroti (6. mars 147518. febrúar 1564) var ítalskur myndhöggvari, listmálari og arkitekt sem uppi var á endurreisnartímanum. Hann var gríðarlega fjölhæfur listamaður, vann ótrúlegt magn stórra listaverka og skildi jafnframt eftir sig mikið af bréfum, skyssum og minningaritum. Hann er sá listamaður 16. aldar sem hvað mest er vitað um. Með frægustu verkum hans eru höggmyndirnar Davíð og Pietà, freskurnar í loftinu í Sixtínsku kapellunni og hvolfþakið á Péturskirkjunni í Róm.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Michelangelo fékk áhuga á list þegar hann var sex ára gamall, því eiginmaður barnafóstru hans var steinsmiður.

Michelangelo byrjaði að vinna sem listamaður þegar hann var nemandi Domenico Ghirlandaio þegar hann var 13 ára að aldri. Árið síðar kom Lorenzo de' Medici allsráður Flórens og bað Ghirlandaio um að senda sér tvo bestu nemendur hans.

Michelangelo er þekktari sem listmálari og myndhöggvari heldur en arkitekt og ljóðskald því málverk hans og höggmyndir þykja vera einstaklega falleg og lífleg. Hann var kaþólskur og trúræknaði eftir því sem hann varð eldri. Þá vildi hann helst vinna einn og fékk enga ánægju af t.d. mat og drykk heldur borðaði aðeins til að halda sér á lífi.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Michelangelo var líka ljóðskáld. Ljóðin sem hann orti þykja benda til þess að Michelangelo gæti hafa verið samkynhneigður. Michelangelo átti líka platónsktu sambandi við skáldið og ekkjuna Viktoría Colonna. Þau tjáðu ást sína að mestu í ljóðum sem þau sendu sín á milli. Michelangelo þótti vera afar auðmjúkur. Til dæmis á hann af hafa sagt við einn nemanda sinn, Ascanio Conivi að hann hefði alltaf lifað sem fátækur maður. 

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Í dægurmenningu[breyta | breyta frumkóða]

Það er búinn að skopstæla listaverk Michelangelo í teknimyndaþætti eins og Animaniacs.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]