Fara í innihald

Emiliano Zapata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emiliano Zapata
Zapata árið 1914.
Fæddur8. ágúst 1879
Dáinn10. apríl 1919 (39 ára)
Chinameca, Morelos, Mexíkó
DánarorsökMyrtur
StörfHerforingi, byltingarmaður
BörnPaulina Ana María Zapata Portillo
ForeldrarGabriel Zapata og Cleofas Jertrudiz Salazar
Undirskrift

Emiliano Zapata Salazar (8. ágúst 187910. apríl 1919) var lykilmaður í mexíkósku byltingunni sem braust út árið 1910, sem var beint að þáverandi forseta landsins Porfirio Díaz. Zapata stjórnaði afar mikilvægri herfylkingu sem kallaði sig „Frelsisher suðursins“ (spænska: Ejército Libertador del Sur) í mexíkósku byltingunni.

Uppeldi[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Emiliano Zapata voru þau Gabriela Zapata og Cleofas Salazar. Hann var afar fátækur frá barnæsku, þannig að hann hafði mikla innsýn í harðindin sem fylgdu sveitarlífinu á þessum tíma í Mexíkó. Hann fékk takmarkaða menntun frá kennara sínum, Emilio Vara. Emilio Zapata þurfti að sjá um fjölskyldu sína þegar faðir hans dó þegar Zapata var aðeins 23 ára.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Porfirio Díaz komst til valda 1876, varð mexíkóska stjórnmála- og fjármálakerfið enn spilltara en áður og tekjuójöfnuður enn meiri, með stóraeignamenn sem réðu yfir stórum hluta landsins en ýtt minni bændum og verkamönnum í skuldaþrældóm. Zapata var einn af lykilmönnunum í baráttunni á móti þessu ranglæti. Árið 1909 var fundur kallaður af öldungum Anenecuilco í Morelos ríki, sem var ráð sem stóð í að reyna berjast fyrir rétti bæjarbúa. Zapata var kjörinn forystumaður ráðsins vegna vinsælda sinna en var aðeins þrítugur.

Árið 1910 byrjaði byltingin af alvöru. Áður en hún braust út hafði Francisco I. Madero boðið sig fram í forsetakostningum á móti Días en tapað og verið sendur í útlegð. Hann barðist gegn Díaz úr útlegð og boðaði byltingu gegn honum. Zapata leit á þetta sem tækifæri, þar sem Madero var að vissu leiti með svipaðar hugsjónir og Zapata. Þegar herinn hans Zapata náðu Cuautla 19. maí 1911 varð það ljóst stjórn Díaz var að þrotum komin. Madero varð síðan forseti. Zapata líkaði hins vegar ekki hvernig Madero hélt mörgum stefnumálum Diaz óbreyttum, einkum það sem snéri að stórum landareignum. Flestir Mexíkóbúar voru óánægir og entist Madero aðeins í forsetaembætti í þrjú ár, en þá rændi hershöfðinginn Victoriano Huerta völdum og lét myrða Madero.

Zapata barðist fyrir réttindum fátæks fólks alveg til dauðadags. Hann var myrtur í tilræði sem var skipulagt af hershöfðingjanum Pablo González að undirlagi Venustiano Carranza forseta en hann og Zapata höfðu barist hvor gegn öðrum í byltingunni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]