Skuldakreppan í Evrópu
Útlit
Skuldakreppan í Evrópu á við efnahagskreppu í Evrópu sem hófst í byrjun ársins 2010. Kreppan varð til þegar Grikkland, Írland og Portúgal fóru í björgunaraðgerð og verulega var dregið úr greiðslugetu þessara landa. Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins skrifuðu undir 750 milljarða evra björgunarsamning þann 9. maí 2010 og stofnuðu björgunarsjóð Evrópu (e. EFSF). Annar björgunarsamningur var samþykktur október 2011 til að hindra fall hagkerfa aðila Evrópusambandsins. Í þessum samningi var samþykkt að sleppa helmingi skulda Grikklands og björgunarsjóðurinn var stækkaður upp í níu milljarða evra. Stungið var upp á að ríkisfjárlagasamband yrði stofnað á milli landa á evrusvæðinu.