5. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
5. júlí er 186. dagur ársins (187. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 179 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 649 - Marteinn 1. tók við páfadómi eftir lát Þeódórs 1.
- 1294 - Selestínus 5. (Pietro del Murrone) var kjörinn páfi, þvert gegn vilja sínum.
- 1436 - Bæheimsku styrjöldunum lauk og Sigmundur keisari var tekinn til konungs yfir Bæheimi.
- 1531 - Alessandro de' Medici tók við völdum sem hertogi í Flórens.
- 1541 - Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, var færður fangi í skip sem flutti hann til Danmerkur. Hann lést á hafi úti á leiðinni.
- 1610 - John Guy hélt af stað ásamt hópi enskra landnema til Nýfundnalands þar sem þeir ætluðu að stofna nýlendu.
- 1641 - Bærinn Kristiansand í Noregi var stofnaður af Kristjáni 4.
- 1643 - Enska borgarastyrjöldin: Orrustan við Lansdowne var háð í nágrenni við Bath á Englandi.
- 1687 - Ritið Philosophiae Naturalis Principia Mathematica eftir Isaac Newton kom út.
- 1811 - Venesúela fékk sjálfstæði frá Spáni.
- 1846 - Helgi G. Thordersen dómkirkjuprestur var vígður biskup yfir Íslandi og gegndi embættinu í tuttugu ár.
- 1851 - Þjóðfundur sem fjallaði um frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu Íslands var settur í húsi Lærða skólans í Reykjavík og stóð hann til 9. ágúst.
- 1930 - Sólheimar í Grímsnesi tóku til starfa.
- 1933 - Sveit 24 ítalskra flugvéla undir stjórn Italo Balbo, flugmálaráðherra Ítalíu, hafði viðdvöl í Reykjavík á leið frá Róm til Chicago.
- 1942 - Skipalest QP 13: Fjögur flutningaskip og eitt herskip fórust þegar þau sigldu á tundurdufl skammt norðan við Vestfirði í slæmu skyggni. Yfir 250 mann fórust og er það því stærsta sjóslys Íslandssögunnar.
- 1942 - Fyrri Alþingiskosningar ársins voru haldnar.
- 1949 - Knattspyrnufélagið 1949 var stofnað í Reykjavík.
- 1954 - Krossneslaug á Ströndum var tekin í notkun.
- 1962 - Alsír fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1967 - Surtseyjargosinu lauk. Það hafði þá staðið yfir í þrjú og hálft ár.
- 1970 - Flugvél frá Air Canada fórst á Torontó-flugvelli: 109 fórust.
- 1971 - Kosningaaldur í Bandaríkjunum var lækkaður úr 21 ári í 18 ár.
- 1971 - Stór fornleifauppgröftur hófst í Aðalstræti í Reykjavík undir stjórn Else Nordahl.
- 1975 - Grænhöfðaeyjar fengu sjálfstæði frá Portúgal.
- 1977 - Herforinginn Muhammad Zia-ul-Haq steypti Zulfikar Ali Bhutto af stóli í Pakistan.
- 1979 - Þingið á Mön, Tynwald, hélt upp á 1000 ára afmæli sitt.
- 1979 - Altaaðgerðin: Mótmælendur gegn vatnsaflsvirkjununum Alta og Kautokeino komu upp búðum í Stilla í Noregi.
- 1983 - George H. W. Bush, varaforseti Bandaríkjanna og síðar forseti, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1986 - Frelsisstyttan í New York var opnuð almenningi eftir miklar viðgerðir.
- 1986 - Friðarleikarnir hófust í Moskvu.
- 1987 - Bjarni Arason sigraði Látúnsbarkakeppni Stuðmanna sem haldin var í Tívolíinu í Hveragerði.
- 1989 - Fyrsti Seinfeldþátturinn fór í loftið í Bandaríkjunum.
- 1989 - P. W. Botha, forseti Suður-Afríku, og andófsmaðurinn Nelson Mandela hittust augliti til auglitis í fyrsta sinn.
- 1994 - Yasser Arafat varð fyrsti forseti palestínsku heimastjórnarinnar.
- 1996 - Í Roslin-stofnuninni í Skotlandi fæddist gimbur sem hafði verið klónuð og því eingetin. Hlaut hún nafnið Dolly og lifði til 2003.
- 1997 - Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður á Ítalíu.
- 1997 - Hun Sen rændi völdum í Kambódíu.
- 1998 - Japanar sendu geimkönnunarfar til Mars.
- 1999 - Bandaríski hermaðurinn Barry Winchell var barinn í svefni í Fort Campbell í Kentucki og lést vegna þess daginn eftir.
- 2003 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti að náðst hefði að takmarka útbreiðslu bráðalungnabólgu (SARS).
- 2006 - Hafíssetrið var opnað á Blönduósi.
- 2009 - Staffordskírissjóðurinn var uppgötvaður á Englandi.
- 2015 - Grískir kjósendur felldu tillögur Evrópusambandsins um aðhald í ríkisrekstri í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2016 - Bandaríska geimfarið Júnó komst á braut um Júpíter.
- 2018 - Litháen varð aðili að OECD.
- 2021 - G7-ríkin féllust á 15% lágmarksskatt á fyrirtæki til að koma í veg fyrir skattaundanskot alþjóðafyrirtækja.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1182 - Frans frá Assisí, ítalskur dýrlingur, stofnandi fransiskureglunnar (d. 1226).
- 1321 - Jóhanna, drottning Skotlands, fyrri kona Davíðs 2. (d. 1362).
- 1554 - Elísabet af Austurríki, kona Karls 9. Frakkakonungs (d. 1592).
- 1810 - P. T. Barnum, bandarískur athafnamaður og sirkusstjóri (d. 1891).
- 1820 - William John Macquorn Rankine, skoskur verkfræðingur og eðlisfræðingur (d. 1872).
- 1853 - Cecil Rhodes, breskur stjórnmálamaður og heimsvaldasinni (d. 1902).
- 1857 - Clara Zetkin, þýskur stjórnmálamaður (d. 1933).
- 1889 - Jean Cocteau, franskur rithöfundur (d. 1963).
- 1904 - Ernst Mayr, bandarískur líffræðingur (d. 2005).
- 1911 - Georges Pompidou, forseti Frakklands (d. 1974).
- 1934 - Yoshio Furukawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1940 - James Herbert Brennan, írskur rithöfundur.
- 1944 - Guðjón Arnar Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2018).
- 1954 - Don Stark, bandarískur leikari.
- 1958 - Veronica Guerin, írskur blaðamaður (d. 1996).
- 1966 - Gianfranco Zola, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 1974 - Márcio Amoroso, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1981 - Gianne Albertoni, brasilísk fyrirsæta.
- 1986 - Samuel Honrubia, franskur handknattleiksmaður.
- 1989 - Charlie Austin, enskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Hiroyuki Abe, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1080 - Ísleifur Gissurarson, biskup (f. 1006).
- 1676 - Carl Gustaf Wrangel, sænskur marskálkur (f. 1613).
- 1723 - Grímur Magnússon, sýslumaður í Árnessýslu, steypti sér í brunn í Langholti í Flóa (f. 1691).
- 1787 - Árni Þórarinsson, Hólabiskup (f. 1741).
- 1826 - Stamford Raffles, enskur landstjóri (f. 1781).
- 1833 - Nicéphore Niépce, franskur uppfinningamaður (f. 1765).
- 1945 - John Curtin, forsætisráðherra Ástralíu (f. 1885).
- 1945 - Oddur Björnsson, íslenskur prentari (f. 1865).
- 1969 - Walter Gropius, þýskur arkitekt (f. 1883).
- 1987 - Selma Jónsdóttir, íslenskur listfræðingur (f. 1917).
- 2003 - Fernando Arbex, spænskur trommuleikari (f. 1941).
- 2008 - René Harris, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1948).