Selma Jónsdóttir
Jump to navigation
Jump to search
Selma Jónsdóttir (22. ágúst 1917 – 5. júlí 1987) var íslenskur listfræðingur og fyrsti forstöðumaður Listasafns Íslands frá 1950 til dauðadags. Hún var fyrsta konan sem varði doktorsritgerð við Háskóla Íslands 16. janúar 1960. Í ritgerðinni sýndi hún fram á að útskornar fjalir úr Flatatungu hefðu upprunalega verið hluti af dómsdagsmynd í býsönskum stíl frá miðöldum.