Fara í innihald

Krossneslaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krossneslaug

Krossneslaug er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Strandasýslu. Laugin var tekin í notkun 5. júlí árið 1954. Hún er 12 1/2 x 6 metrar að flatarmáli. Umhverfis hana er steyptur stígur og við hana standa steyptir búningsklefar. Laugin og önnur mannvirki í sambandi við hana munu hafa kostað um 140 þúsund krónur.

Það var ungmennafélagið „Leifur heppni" og hreppsnefndin á staðnum, sem stóðu að byggingu laugarinnar. Vatn í laugina fæst úr Krossneslaugum, sem er skammt frá, en svo hagar til, að skammt frá sjó er fagur hvammur, en í hann streymir sjóðheitt vatn frá fyrrnefndum Krossneslaugum, svo og kaldur bunulækur. Eru skilyrði þarna því hin ákjósanlegustu frá náttúrunnar hendi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.