Alþingiskosningar 1942 (júlí)
Útlit
Alþingiskosningar 1942 (júlí) voru fyrri Alþingiskosningarnar sem haldnar voru árið 1942. Þær fóru fram 5. júli það ár. Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 16. maí í kjölfar samþykktar frumvarps stjórnarskrárnefndar á Alþingi 8. maí um að þingmönnum í Reykjavík yrði fjölgað og hlutbundnar kosningar yrðu í tvímenningskjördæmum, sem nefnt var Eiðrofsmálið. Ólafur Thors myndaði stjórn 16. maí skipaða ráðherrum Sjálfstæðisflokks sem starfaði sá um að framfylgja stjórnarskrárbreytingunni. Í þessum kosningum buðu Sosíalistar fram og fengu þeir fleiri atkvæði en Alþýðuflokksmenn.
Niðurstöður
[breyta | breyta frumkóða]Niðurstöður kosninganna voru þessar:
Flokkur | Atkvæði | % | Þingmenn | ||
Sjálfstæðisflokkurinn | 22.975 | 39,5 | 17 | ||
Framsóknarflokkurinn | 16.033 | 27,6 | 20 | ||
Sósíalistaflokkurinn | 9.423 | 16,2 | 6 | ||
Alþýðuflokkurinn | 8.979 | 15,4 | 6 | ||
Þjóðveldisflokkurinn | 618 | 1,0 | 0 | ||
Frjálslyndir vinstri menn | 103 | 0,2 | 0 | ||
Alls | 58.131 | 100 | 49 |
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrir: Alþingiskosningar 1937 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 1942 (október) |