Fara í innihald

Játvarður 5.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Játvarður 5. ásamt bróður sínum eftir að þeir voru lokaðir inni í Lundúnaturni.

Játvarður 5. (4. nóvember 14701483) var konungur Englands í um tvo mánuði árið 1483.

Játvarður var sonur Játvarðs 4. og tók við sem konungur Englands þegar faðir hans lést, 9. apríl 1483, en hann var þá aðeins 12 ára gamall. Játvarður var aldrei krýndur konungur því hann var, ásamt 9 ára bróður sínum, Ríkharði af Shrewsbury, 1. hertoganum af York, lokaður inni í Lundúnaturni skömmu eftir að hafa tekið við krúnunni. Bræðurnir sáust aldrei á lífi, svo vitað sé, eftir að hafa verið lokaðir inni og talið er líklegt að Ríkharður 3. hafi látið taka þá af lífi. Ríkharður var föðurbróðir þeirra og 22. júní 1483 lýsti hann því yfir að hann myndi taka við krúnunni þar sem drengirnir væru ólögmætir erfingjar Játvarðs 4.


Fyrirrennari:
Játvarður 4.
Konungur Englands
(1483 – 1483)
Eftirmaður:
Ríkharður 3.
Fyrirrennari:
Játvarður 4.
Lávarður Írlands
(1483 – 1483)
Eftirmaður:
Ríkharður 3.