Þjóðabandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fundur Þjóðabandalagsins í Genf árið 1923.

Þjóðabandalagið voru alþjóðasamtök sem voru stofnuð á Friðarráðstefnunni í París 1919 í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Markmið samtakanna voru afvopnun og að koma í veg fyrir styrjaldir með samtryggingu, að leysa úr milliríkjadeilum með samningaviðræðum og að bæta velferð í heiminum. Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri sem ríkt hafði fram að því. Þjóðabandalagið bjó ekki yfir eigin her og treysti því á stórveldin til að tryggja framkvæmd ákvarðana bandalagsins. Síðari heimsstyrjöldin sýndi greinilega fram á að bandalaginu hefði mistekist að ná einu helsta markmiði sínu: að koma í veg fyrir stríð. Rétt áður en stríðinu lauk, í lok júní 1945, var undirbúningsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna haldin í San Francisco þar sem sáttmáli var undirritaður. Tóku þá Sameinuðu þjóðirnar við af Þjóðarbandalaginu ári seinna, eða 20. apríl 1946. Síðasta þing Þjóðarbandalagsins var haldið þann 8. apríl 1946, þar sem Lord Robert Cecil, einn af stofnendum Þjóðarbandalagsins flutti ræðu og lýsti því að viðleitni þeirra sem stofnuðu Þjóðarbandalagið væri ekki glatað og án þeirra þá hefði nýja alþjóðastofnunin Sameinuðu Þjóðirnar ekki orðið til. Öll gögn og eignir Þjóðarbandalagsins voru þá afhent Sameinuðu Þjóðunum.

Hugmyndin um bandalag þjóða til að koma í veg fyrir stríð var tekin upp af Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseta, sem átti stóran þátt í stofnun þess. Kveðið var á um stofnun bandalagsins í 1. hluta Versalasamningsins. Stofnskrá bandalagsins var upphaflega undirrituð af 44 ríkjum en 22 ríki gengu síðar í það. Vegna þeirrar einangrunarstefnu sem þá ríkti í öldungadeildinni tóku Bandaríkin ekki þátt.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.