Armand Fallières
Armand Fallières | |
---|---|
Forseti Frakklands | |
Í embætti 18. febrúar 1906 – 18. febrúar 1913 | |
Forsætisráðherra | Maurice Rouvier Ferdinand Sarrien Georges Clemenceau Aristide Briand Ernest Monis Joseph Caillaux Raymond Poincaré Aristide Briand |
Forveri | Émile Loubet |
Eftirmaður | Raymond Poincaré |
Forsætisráðherra Frakklands | |
Í embætti 29. janúar 1883 – 21. febrúar 1883 | |
Forseti | Jules Grévy |
Forveri | Charles Duclerc |
Eftirmaður | Jules Ferry |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 6. nóvember 1841 Mézin, Frakklandi |
Látinn | 22. júní 1931 (89 ára) Lannes, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Lýðræðisbandalagið |
Maki | Jeanne Bresson |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | André Fallières |
Háskóli | Parísarháskóli |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Clément Armand Fallières (6. nóvember 1841 – 22. júní 1931) var franskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Frakklands í 19 daga árið 1883 og forseti Frakklands frá 1906 til 1913. Áður en hann tók við forsetaembætti hafði hann einnig verið forseti öldungadeildar franska þingsins frá árinu 1899. Fallières var mjög vinsæll meðal Frakka og var stundum kallaður „le père Fallières“ eða „faðir Fallières“ („Fallières gamli“ í óeiginlegri merkingu).
Í forsetatíð Fallières sá Frakkland fyrir endann á Dreyfus-málinu. Með lagasetningu sem undirrituð var 13. júlí 1906 var Alfred Dreyfus hleypt á ný inn í franska herinn með liðsforingjatign. Þann 4. júní var öskum helsta verjanda Dreyfusar, Émile Zola, komið fyrir í Panthéon-hvelfingunni í París.
Fallières var mjög andsnúinn dauðarefsingum og í byrjun forsetatíðar sinnar var hann vanur því að náða alla sem höfðu verið dæmdir til dauða. Í lok forsetatíðar hans var gerð tilraun til að nema úr gildi dauðarefsingar en að endingu varð ekkert úr því.
Líkt og forverar sínir hélt Fallières áfram að rækta náið samband Frakka við Rússaveldi og Bretland, en þetta bandalag þeirra átti að stemma stigu við valdi „Þríveldabandalags“ Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu. Hann olli árið 1912 minniháttar hneyksli eftir að RMS Titanic sökk og hann vottaði Georg 5. Bretlandskonungi og William Howard Taft Bandaríkjaforseta samúð sína fyrir hina látnu en gleymdi að votta frönskum fjölskyldum sem hefðu misst ættingja í slysinu samúð og fór þess í stað í frí.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Armand Fallières“ á frönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. janúar 2018.
Fyrirrennari: Charles Duclerc |
|
Eftirmaður: Jules Ferry | |||
Fyrirrennari: Émile Loubet |
|
Eftirmaður: Raymond Poincaré |