Biskupstungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Biskupstungur er heiti á landsvæði og byggðarlagi í uppsveitum Árnessýslu. Biskupstungur ná yfir landsvæðið eða tunguna milli Brúarár og Hvítár. Tungufljót skiptir þessari tungu í tvennt og er vestari tungan kölluð Ytri-Tunga og hin eystri Eystri-Tunga. Vatnaskil á Kili ráða svo mörkum að norðan en Biskupstungur liggja að Svínavatnshreppi hinum forna á þeim slóðum. Biskupstungurnar draga nafn sitt af biskupsstólnum í Skálholti sem er í ytri tungunni. Flestir markverðir staðir í Biskupstungum eru í ytri tungunni; í eystri tungunni er helst að nefna kirkjustaðinn Bræðratungu.

Biskupstungnahreppur náði áður yfir landsvæði þetta og sameinaðist hann inn í Bláskógabyggð árið 2002.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.