Clyde Drexler
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Clyde Austin Drexler (fæddur 22. júní 1962 í New Orleans í Louisiana) er bandarískur fyrrverandi körfuknattleiksmaður í NBA-deildinni. Drexler var skotbakvörður. Hann var tíu sinnum valinn í stjörnuleik NBA-deildarinnar og var valinn í hóp 50 bestu leikmanna deildarinnar frá upphafi árið 1996. Drexler vann gullverðlaun á sumarólympíuleikunum árið 1992 og NBA-meistaratitil með Houston Rockets árið 1995.
