Wachowski-systur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wachowski-systur
Lilly (vinstri) og Lana Wachowski á Fantastic Fest árið 2012.
FæðingLana: 21. júní 1965 (1965-06-21) (58 ára)
Lilly: 29. desember 1967 (1967-12-29) (56 ára)
StörfLeikstjórar, handritshöfundar og kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendur
Ár 1994–núverandi

Lana Wachowski (fædd 21. júní 1965; áður þekkt sem Larry Wachowski) og Lilly Wachowski (fædd 29. desember 1967; áður þekkt sem Andy Wachowski) eru bandarískir leikstjórar, handritshöfundar og upptökustjórar sem eru þekktastar fyrir kvikmyndaröðina Fylkið. Systurnar eru báðar trans konur.[1]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Systurnar fæddust og ólust upp í Chicago. Þær fóru báðar í Whitney Young High menntaskóla, sem er þekktur fyrir að einbeita sér að sviðslistum. Eftir það fóru þær báðar í háskóla en hættu báðir þar. Áður en þær komu inn í veröld kvikmyndagerðar áttu þær saman teppaverslun um leið og þær teiknuðu myndasögur í frítíma sínum.

Fyrsta tilraun þeirra í kvikmyndagerð var handritið fyrir kvikmyndina Assassins með Sylvester Stallone sem kom út árið 1995. Aðeins einu ári síðar kom fyrsta kvikmynd þeirra Bound út en hún naut ekki mikillar velgengni. Hæfileikar þeirra til að búa til eitthvað sjónrænt óvenjulegt sáust samt í þessari mynd.

Eftir það fengu þær leyfi til að búa til myndina Fylkið (e. The Matrix) og í henni unnu þær í mörg ár. Kvikmyndin naut mikilla vinsælda þökk sé frumlegum tæknum sem voru meðal annars svokallaði skottíminn, sem miðar að því að hægja á atburðarásinni sem tekin er með einni myndavél þar sem önnur myndavél tekur upp atburðarásina í rauntíma.

Vinsældir Fylkisins stuðluðu að því að Warner Brothers vildi láta gera framhaldsmyndirnar The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions sem systurnar höfðu þegar ráðgert. Þetta þýddi að systurnar báru enga skyldu til að taka þátt í markaðssetningu myndanna, fara í viðtöl eða taka þátt í gerð DVD-útgáfanna. Auk þess fengu þær stór laun. Framhaldsmyndunum var hins vegar ekki vel tekið miðað við frummyndina og nutu ekki svo mikilla vinsælda. Systurnar eru líka viðurkenndir sem skaparar persóna í fjölda kvikmynda og teiknimynda auk tölvuleiks sem á sér stað í veröld Fylkisins.

Síðan útgáfa síðustu mynd Fylkisins hefur lítið verið talað um systurnar. Þær voru samt sem áður upptökustjórar myndarinnar V for Vendetta með Natalie Portman og Hugo Weaving. Hugo Weaving lék líka Smith fulltrúa í Fylkinu.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sieczkowski, Cavan (30. júlí 2012). „Larry Wachowski Transgender: 'Matrix' Director Reveals Transition To Lana Wachowski (VIDEO)“. HuffPost.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.