Fara í innihald

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Íþróttasamband Íslands)

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta.

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hefur staðið fyrir vinsælum árlegum íþróttaviðburðum á borð við Kvennahlaupið, Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið.

ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.

Forseti ÍSÍ er Lárus L. Blöndal.

Frumkvæði að stofnun sambandsins átti Sigurjón Pétursson glímukappi, hann hitti síðan að máli vini sína Axel Tulinius og Guðmund Björnsson landlækni. Undirbúningsfundur var haldinn í Bárubúð 18. jan. 1912 og stofnfundur í sama húsi tíu dögum síðar þann 28.

Sérsambönd

[breyta | breyta frumkóða]

Íþróttahéruð

[breyta | breyta frumkóða]