Knattspyrna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Leikmaðurinn í rauðu hefur brotist gegnum vörn hins liðsins og býst til að skjóta knettinum í markið.
Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðs í Argentínu.

Knattspyrna eða fótbolti er boltaíþrótt þar sem farið er eftir 17 reglum sem voru staðfestar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu þegar það var stofnað árið 1886. Knattspyrna er leikin með knetti af tveimur allt að 11 manna liðum (með markmanni) sem reyna að sigra hitt liðið með því að skora fleiri mörk en andstæðingarnir á leiktíma sem venjulega er 90 mínútur. Til að skora mark þarf að spyrna boltanum inn í mark andstæðinganna. Ef mark er skorað í eigin mark kallast það sjálfsmark. Leikmenn mega ekki snerta boltann með hönd sinni, en markmaðurinn er undantekning. Hann má verja boltann með höndunum á afmörkuðu svæði sem kallast vítateigur.

Alþjóðaknattspyrnusambandið er alþjóðasamband knattspyrnunnar. Það er oft kallað FIFA eftir skammstöfun heitis þess á frönsku (Fédération Internationale de Football Association). FIFA skipuleggur heimsbikarmót í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki á fjögurra ára fresti. Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla hefur farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1930, nema í tvö skipti: 1942 og 1946 þegar mótið var fellt niður vegna Síðari heimsstyrjaldar. Um 190-200 landslið keppa í heimshlutamótum til að öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu þar sem 32 lið keppa í 4 vikur um heimsmeistaratitil. Heimsmeistaramót FIFA er eitt vinsælasta íþróttamót heims og fær meira áhorf en Ólympíuleikarnir. Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna hefur verið haldið á fjögurra ára fresti frá 1991. 1,12 milljarðar áhorfenda fylgdust með heimsmeistaramóti kvenna 2019 í Frakklandi, sem var met.

Þekktasta íþróttamót knattspyrnuliða í Evrópu er Meistaradeild Evrópu í kvenna- og karlaflokki, sem er sýnd í sjónvarpi um allan heim. Úrslitakeppnin í karlaflokki hefur verið það íþróttamót sem fær mest áhorf á heimsvísu. Þekktustu efstu deildir knattspyrnuliða í heimi eru Enska úrvalsdeildin (Premier League), Spænska úrvalsdeildin (La Liga), Þýska úrvalsdeildin (Bundesliga), Ítalska úrvalsdeildin (Serie A) og Franska úrvalsdeildin (Ligue 1). Í þessum deildum leika bestu knattspyrnumenn heims og samanlögð laun þeirra eru yfir 600 milljónir punda.

Grunnreglur fótboltans[breyta | breyta frumkóða]

Leikvöllurinn[breyta | breyta frumkóða]

Fótboltavöllur

Leikurinn skal vera spilaður á grænu undirlagi en annars skal tilkynna mótherja um annað vallarval.[1]

Fótboltavöllurinn skal vera rétthyrndur og mörk hans merkt. Tvær lengri hliðar vallarins eru kallaðar hliðarlínur og styttri línurnar eru kallaðar markalínur. Miðlína liggur þvert á völlinn á milli miðpunkta hliðarlínanna. Miðpunktur hennar er vallarmiðja sem jafnframt er miðpunktur hrings með 9,15 metra radíus.

Hliðarlínur eiga í öllum tilvikum að vera lengri en markalínurnar. Stærð valla í landsleikjum er 100-110 metrar að lengd og 64-75 metrar að breidd. Leikir á vegum Knattspyrnusambands Íslands eru spilaðir á völlum með 68 metra breidd og 105 metra lengd.[2] Stærð vallarins má breyta í öðrum tilvikum.

Mark á að vera staðsett við miðju markalína. Mark samanstendur af tveimur lóðréttum stöngum sem eru samtengdar láréttri stöng efst. Lóðréttu stengurnar marksúlur, eru 2.44 metrar og lárétta stöngin markslá er 7.32 metrar. Bæði marksúlur og markslá eiga að vera að hámarki 12 cm að breidd og hvítar að lit. Þær eiga að vera úr viði, málmi eða öðru samþykktu efni. Þær eiga að vera rétthyrndar, kassalaga, hringlaga eða spöröskjulaga og mega alls ekki vera hættulegar leikmönnum. Markið í heild sinni verður að vera örugglega fest við jörðu og færanleg mörk má aðeins nota ef þau uppfylla þetta skilyrði.

Tvær línur eru dregnar frá markalínu, 5.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 5.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast markteigur.

Aðrar tvær línur eru dregnar 16.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 16.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína sem er samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast vítateigur.

Við horn vallarins, þar sem markalínur og hliðarlínur mætast, skal vera fáni sem er ekki minni en 1.5 metrar. Á sama stað skal vera hornbogi með 1m radíus frá fánanum. Hornfáni við miðlínu er valkvæður. Merkingar mega vera utan vallarins á þessum stað.

Boltinn[breyta | breyta frumkóða]

Boltinn er kúlulaga með 68-70 cm þvermál og vegur á milli 410 og 450 grömm. Loftþrýstingur í boltanum skal jafngilda 0.6 - 1,1 loftþyngd við sjávarmál. Ef bolti verður ónothæfur við leik, þá er leikurinn stöðvaður og varabolti er settur á sama stað og boltinn sem varð ónothæfur var á. Ef taka á vítaspyrnu, markspyrnu eða álíka, þá er varaboltinn settur inná samkvæmt þeim reglum. Ekki má skipta út bolta án leyfis frá dómara. Boltar sem eru notaðir í keppnum FIFA, þurfa að vera merktir og staðfestir af FIFA. Auk þess eiga allar keppnir FIFA, og knattspyrnusamtaka, sem undir það heyra, að nota bolta sem er ekki merktur á annan hátt en þann að bera merki keppninnar og framleiðandans.

Fjöldi leikmanna[breyta | breyta frumkóða]

Fjöldi leikmana á að vera 11 hið mesta og í minnsta lagi 7. Einn leikmaður er markvörður. Ekki er heimilt að byrja leik með færri leikmönnum en sjö eða fleiri en 11. Í keppnum FIFA eða knattspyrnusamtaka sem heyra undir það, má hámarki skipta varamönnum inn á þrisvar sinnum í leik. Fjöldi varamanna sem eru heimilaðir á varamannabekk, eru ákvarðaðir af þeim knattspyrnusamtökunum sem við á. Í alþjóðlegum leikjum eru hámark sex leikmenn á varamannabekk, nema samkomulag ríki milli beggja liða sem keppa og dómari viti af ákvörðun liðanna. Í öllum tilfellum á að tilgreina leikmenn á varamannabekk áður en leikur hefst.

Þegar leikmanni er skipt inná er dómari fyrst látinn vita af skiptingunni og hann stöðvar leikinn. Hann gefur leikmanni á vellinum merki um að koma að hliðarlínunni og fara útaf. Þegar að leikmaðurinn er farinn út af fer leikmaðurinn sem skipta á inná á völlinn frá hliðarlínu og við það telst skiptingunni lokið. Leikmaður, sem hefur verið skipt útaf, tekur ekki frekar þátt í leiknum og allir varamenn fylgja fyrirmælum dómara. Leikur er jafnframt stöðvaður, ef að útileikmaður er færður í markmannsstöðu.

Fari leikmaður inn á völlinn án leyfis dómara er leikurinn stöðvaður. Dómarinn gefur leikmanninum viðvörun og leikurinn heldur áfram með aukaspyrnu. Ef að leikmaður skiptir við markmann án leyfis dómara heldur leikurinn áfram, en leikmennirnir tveir eru viðvaraðir. Einungis má skipta inn leikmenn í hópi varaleikmanna.

Búnaður leikmanna[breyta | breyta frumkóða]

Leikmaður má ekki bera neinn búnað sem er hættulegur honum sjálfum eða öðrum leikmönnum. Grunnbúnaður leikmanns samanstendur af ermabol, stuttbuxum, sokkum, skóm og legghlífum. Bolur, stuttbuxur og ermar bolsins þurfa ekki endilega að vera í sama lit. Allir leikmenn liðsins að markmanni undanskildum, eiga að vera í eins búningi. Auk þess er aðildarfélögum KSÍ heimilt að leggja bann við takkaskóm.[1] Ef að legghlífar eru notaðar, þá eiga þær að vera að fullu faldar bak við sokka leikmanns. Markmaður skal bera liti sem aðgreina hann frá öðrum leikmönnum, dómara og aðstoðardómurum. Ef þessum reglum er ekki fylgt er dómara heimilt að vísa leikmanni tímabundið af velli á meðan lausn er fengin á vandamálinu.

Dómari[breyta | breyta frumkóða]

Dómari sér um að reglum fótboltans sé framfylgt á þeim leik sem hann hefur verið skipaður á. Hann stjórnar leik í samvinnu með aðstoðardómara. Honum er heimilt að stöðva, fresta eða hætta við leik vegna utanaðkomandi truflunar eða vegna brota á grunnreglum fótboltans. Hann leggur mat á meiðsli leikmanna og bíður með að senda smávægilega meidda leikmenn af velli. Leikmenn með blæðandi sár er þó ávallt hleypt rakleiðis af velli og fá ekki að koma aftur á völlinn fyrr en blæðing hefur stöðvast.

Þegar brot eiga sér stað og liðið sem brotið var á er með boltann leyfir dómari leiknum að halda áfram. Refsað er leikmanni sem brýtur á sér oftar en einu sinni í einu, háskalegar athafnir og starfsmönnum sem sýna ekki ábyrgð. Hann hleypir ekki utanaðkomandi persónu á völlinn og setur leik að nýju. Hann er tímastjórnandi leiksins og er oft sá sem er ábyrgur fyrir að senda leikskýrslu til knattspyrnusambandsins. Heimalið leiksins í keppni innan KSÍ eru þó ábyrg að senda leikskýrslur utan úrvalsdeildar karla og kvenna.[1] Allar ákvarðanir dómara eru endanlegar og er ekki breytt nema eftir að dómarinn hafi ráðgefið sig við aðstoðardómara.

Heimilt er að notast við tvo aðstoðardómara í leik. Þeir senda merki til dómara. Í þeim tilfellum þegar boltinn fer út fyrir völlinn segja þeir dómara til um hvort liðið eigi kröfu á innkasti, hornspyrnu eða markspyrnu, eftir því sem við á. Þeir láta vita af rangstöðu. Jafnframt láta þeir dómara vita af atvikum sem gerast utan vallarins eða eru utan sjónsviðs hans eins og skiptingar eða brot. Aðstoðardómari heyrir undir dómara.

Frá 2017 hefur myndbandadómgæsla verið notuð í ríkari mæli. Þá fær aðaldómari skilaboð frá nokkrum aðstoðardómurum sem sitja við skjá og greina leikinn. Aðaldómari getur einnig skoðað sjálfur atvik í skjá við völlinn ef hann telur þörf á.

Fótboltalið[breyta | breyta frumkóða]

Í fótbolta er þrenn möguleg úrslit. Í leik þar sem annað liðið hefur skorað fleiri mörk en andstæðingurinn kallast leikurinn unninn, og það lið fær ýmist 2 eða 3 stig fyrir það afrek. Sé leikurinn hins vegar, með jafn mörgum mörkum frá báðum liðum vallarins kallast jafntefli og bæði lið fá eitt stig. Engin stig eru þó veitt í útsláttakeppnum, þar gildir að það lið sem sigrar heldur áfram í næstu umferð. Framlenging og loks vítaspyrnukeppni er gripið til ef leikurinn er jafn.

Fótbolti er einn af vinsælustu íþróttum í heimi. Samkvæmt tölum Fifa, sem er yfirstjórn knattspyrnu í heiminum, spila yfir 265 milljónir manna í yfir 200 löndum fótbolta. Skipulagðir leikir eru spilaðir af 38 milljónum um allan heim í meira en 325 þúsund knattspyrnuklúbbum. 207 lönd og sjálfstjórnarsvæði eru meðlimir FIFA. Einungis þarf nokkrar grundvallarreglur og lítinn útbúnað til þess að iðka íþróttina. Nóbelsverðlaunahafinn Albert Camus sagði: "Allt sem ég veit með öryggi um siðferði og ábyrgð, á ég að þakka fótboltanum".

Félagslið[breyta | breyta frumkóða]

Fótbolti er ýmist spilaður í fótboltaklúbbum eða sem áhugamannaíþrótt. Fótboltaklúbbar eru félög sem spila á móti öðrum klúbbum í deild innan síns eigin lands. Oft eru margar deildir í einu landi, þar sem liðunum er skipt eftir því hversu vel liðið spilar. Auk fótboltaliðs starfa hjá félaginu þjálfarar, sjúkraþjálfarar og búningastjóri. Þjálfarar sjá um að kenna leikmönnum um þá tækni og færni sem notuð er í fótbolta. Sjúkraþjálfarar sjá um meiðsli leikmanna og búningastjórn sér um að allir búningar félagsins séu í röð og reglu. Áhugamenn hinsvegar, spila frekar upp á skemmtunina og þeim áhuga sem þeir hafa fyrir íþróttinni. Áhugamenn fá ekki greitt fyrir vinnu sína úti á vellinum, ólíkt atvinnumönnum í fótboltaklúbbum. Þessi laun, sem að atvinnumenn fá eru fengin með styrktarsamningum fyrirtækja, verðlaunafé við það að vinna keppnir og í sumum tilfellum fé frá eigendum liðsins.

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Auk félagsliða og áhugamannaliða eru starfrækt landslið. Landslið eru lið, þar sem óskað er eftir kröftum leikmanna sem hafa ríkisborgararétt í viðkomandi landi. Landsliðum er stjórnað af knattspyrnusamböndum, hvers lands fyrir sig, sem jafnframt stjórna fyrirkomulagi deildarleikja landsins. Landsliðum er skipt upp innan hvers lands eftir aldri. Unglingalið landsliðsins eru ýmist undir 17 ára, undir 19 ára, undir 21 árs og undir 23 ára. Ekki er þörf á að öll þessi landslið séu virk, og í raun er algengast að haldið sé út landsliðum aðeins í undir 17 ára, undir 19 ára og undir 21 árs. Aðallið landsliðs, getur þó alltaf kallað leikmenn sem eru á þessum aldri, nema að ákvörðun knattspyrnusambandsins sé önnur.

Áhorfendur[breyta | breyta frumkóða]

Áhorfendur eru fólk sem mætir á leikvanga, þar sem liðið spilar til þess að horfa á leikinn og styðja sitt lið. Auk þess er jafnframt til að áhorfendur fylgist með sínum liðum í sjónvarpi, með sjónvarpsútsendingum. Mismikill áhugi er þó á fótboltaliðum eftir kynjum. Fótbolti kvenna er í augum almennings minna umfangs og vinsældir hans minni, en vegna árangurs liða og landsliða hefur áhuginn undanfarið aukist, þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Fordómar[breyta | breyta frumkóða]

 • Á Íslandi: Knattspyrnusamband Íslands setti af stað átakið "Leikur án fordóma" með það að markmiði að útrýma fordómum úr knattspyrnu, sporna gegn einelti og leggja áherslu á heiðarlegan leik.[3] Fyrirliðar úrvalsdeildar karla og kvenna studdu átakið árið 2008, með samstarfsyfirlýsingu um að sýna gott fordæmi.[4]

Sérstakar stofnanir gegn misrétti:

 • Kick It Out: Samtökin hafa stofnað staðal Equality Standard sem knattspyrnufélög fara eftir. Knattspyrnufélögin mynda stefnu gegn fordómum meðal áhorfenda og félagsins sjálfs. Fylgst er með breytingum og árangri.

Fótboltabullur[breyta | breyta frumkóða]

Ofbeldi í fótbolta hefur verið til frá upphafi hans og verið kennt við fótboltabullur. Þær urðu fyrst að skipulögðum hópum árið 1980 í Ítalíu. Fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að gefa fótboltabullum gaum og á þann veg efla ofbeldi í fótbolta.[5]

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Markahæstu menn karlaknattspyrnunnar samkvæmt Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation (RSSSF) [6][breyta | breyta frumkóða]

Uppfært 24/10 2021.

Sæti Leikmaður Fjöldi marka Fjöldi leikja Markahlutfall á leik Ár
1. Fáni Þýskalands Erwin Helmchen 982 575 1,71 1924-1951
2. Fáni AusturríkisFáni TékklandsJosef Bican 948 621 1,53 1931-1955
3. Fáni PortúgalsCristiano Ronaldo 813 1122 0,73 2001-
4. Fáni UngverjalandsFerenc Puskás 808 794 1,02 1943-1967
5. Fáni UngverjalandsFerenc Deák 794 510 1,56 1939-1959
6. Fáni ArgentínuLionel Messi 782 996 0.79 2003-
7. Fáni BrasilíuRomário 780 1000 0,78 1985-2009
8. Fáni BrasilíuPelé 775 841 0,92 1956-1977
9. Fáni ÞýskalandsGerd Müller 735 793 0,93 1962-1981
10. Fáni HollandsAbe Lenstra 710 752 0,94 1936-1963
11. Fáni EnglandsJoe Bambrick 678 565 1,2 1926-1939
12. Fáni EnglandsJimmy Jones 673 635 1,06 1946-1965
13. Fáni PóllandsFáni ÞýskalandsErnst Willimowski 663 474 1,4 1934-1955
14. Fáni EnglandsTommy Lawton 657+ 742 0,89 1933-1956
15. Fáni UngverjalandsFerenc Bene 630 946 0,67 1961-1979
16. Fáni UngverjalandsGyula Zsengellér 611 641 0,95 1935-1953
17. Fáni PortúgalsFernando Peyroteo 597 369 1,62 1937-1949
18. Fáni PortúgalsEusébio 591+ 631 0,94 1957-1980
19. Fáni ÞýskalandsUwe Seeler 582 686 0,85 1946-1972
20. Fáni PóllandsRobert Lewandowski 578 839 0,67 2005-
21. Fáni BrasilíuTúlio Maravilha 575 838 0,69 1988-2019
21. Fáni SvíþjóðarZlatan Ibrahimovic 575 967 0,59 1999-
23. Fáni ÞýskalandsFritz Walter 574+ 572 1,0 1928-1959
24. Fáni ÞýskalandsFranz Binder 569+ 430 1,32 1930-1949
25. Fáni UngverjalandsImre Schlosser 569+ 458 1,24 1905-1928
26. Fáni EnglandsJimmy Greaves 567 812 0,7 1955-1980
27. Fáni EnglandsGlen Ferguson 563 1058 0,53 1987-2011
28. Fáni MexíkósHugo Sánchez 562 956 0,59 1972-1997
29. Fáni PortúgalsJosé Torres 561 615 0,91 1953-1980
30. Fáni UngverjalandsSándor Kocsis 556 537 1,04 1945-1965
31. Fáni EnglandsFred Roberts 554 427 1,3 1924-1934
32. Fáni SkotlandsJames McGrory 549 545 1,01 1918-1935
33. Fáni BrasilíuZico 545 747 0,68 1960-1994
34. Fáni Norður-ÍrlandsBoy Martin 541+ 479 1,12 1930-1947
35. Fáni UngverjalandsFerenc Szusza 541 594 0,91 1941-1960
36. Fáni Norður-ÍrlandsJimmy Kelly 538+ 951 0,57 1926-1956
37. Fáni SpánarIsidro Lángara 534+ 433 1,23 1930-1948
38. Fáni EnglandsDixie Dean 531 577 0,91 1923-1940
39. Fáni UngverjalandsNándor Hidegkuti 526 678 0,78 1942-1958
40. Fáni UngverjalandsJózsef Takács 523 1917-1934
41. Fáni ÚrúgvæLuis Suárez 516 829 0.62 2005-
42. Fáni AusturríkisHans Krankl 514 1970-1989
43. Fáni BrasilíuRoberto Dinamite 514 1971-1991
44. Fáni ArgentínuFáni SpánarAlfredo Di Stéfano 514 1945-1966
45. Fáni SvíþjóðarGunnar Nordahl 513 1937-1958
46. Fáni BelgíuJoseph Mermans 509 634 0,8 1932-1960
47. Fáni SkotlandsHughie Gallacher 507 657 0,77 1921-1939
48. Fáni UngverjalandsGyörgi Sárosi 507 592 0,86 1930-1948
49. Fáni EnglandsSteve Bloomer 505 753 0,67 1894-1914
50. Fáni KamerúnRoger Milla 503 905 1967-1996

Markahæstu menn samkvæmt International Federation of Football History & Statistics (IFFHS) [7][breyta | breyta frumkóða]

 1. Cristiano Ronaldo: 794
 2. Pelé: 765
 3. Lionel Messi: 754
 4. Romário: 753
 5. Ferenc Puskás: 729
 6. Josef Bican: 720
 7. Jimmy Jones: 647
 8. Gerd Müller: 634
 9. Eusébio: 622
 10. Joe Bambrick: 616
 11. Glenn Ferguson: 562
 12. Zlatan Ibrahimovic: 554
 13. Fernando Peyroteo: 552
 14. Uwe Seeler: 551
 15. Jimmy McGrory: 550
 16. Alfredo Di Stéfano: 530
 17. György Sárosi: 526
 18. Robert Lewandowski: 521
 19. Roberto Dinamite: 511
 20. Hugo Sánchez: 507
 21. Imre Schlosser: 504
 22. Luis Suárez: 505
 23. Franz Binder: 502

Markahæstu menn hjá einu liði í karlaknattspyrnu[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Leikmaður Mörk Leikir Markahlutfall á leik Ár Félag
1. Fáni Argentínu Lionel Messi 672 778 0.86 2003-2021 Fáni SpánarBarcelona
2. Fáni BrasilíuPelé 504 496 1.02 1956-1974 Fáni BrasilíuSantos
3. Fáni HollandsAbe Lenstra 500 517 0.88 1933-1955 Fáni HollandsHeerenveen
4. Fáni PortúgalsCristiano Ronaldo 450 438 1.03 2009-2018 Fáni SpánarReal Madrid
5. Fáni ÞýskalandsUwe Seeler 404 476 0.85 1953-1972 Fáni ÞýskalandsHamburger
6. Fáni AusturríkisFáni TékklandsJosef Bican 403 211 1.91 1937-1948 Fáni TékklandsSlavia Praga

Núverandi markahæstu menn karlaknattspyrnunnar[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Leikmaður Fjöldi marka Fjöldi leikja Markahlutfall á leik Ár Núverandi Félag
1. Fáni PortúgalsCristiano Ronaldo 813 1122 0.73 2001- Fáni EnglandsManchester United
2. Fáni ArgentínuLionel Messi 782 995 0.79 2003- Fáni FrakklandsPSG
3. Fáni PóllandsRobert Lewandowski 578 839 0.68 2005- Fáni ÞýskalandsBayern München
4. Fáni SvíþjóðarZlatan Ibrahimovic 575 967 0.61 1999- Fáni ÍtalíuMilan
5. Fáni ÚrúgvæLuis Suárez 516 829 0.62 2005- Fáni SpánarAtletico Madrid
6. Fáni MaldíveyjaAli Ashfaq 487 558 0.88 2001- Fáni MaldíveyjaClub Valencia
7. Fáni ÚrúgvæEdinson Cavani 437 775 0,57 2005- Fáni EnglandsManchester United
8. Fáni ArgentínuSergio Agüero 437 800 0.55 2003- Fáni SpánarBarcelona
9. Fáni FrakklandsKarim Benzema 424 858 0.49 2004- Fáni SpánarReal Madrid
10. Fáni BrasilíuNeymar 418 667 0.63 2009- Fáni FrakklandsPSG
11. Fáni BrasilíuFred 408 796 0,52 2003- Fáni BrasilíuFluminense
12. Fáni SvartfjallalandsDejan Damjanović 377 759 0,50 1998- Fáni Hong KongKitchee
13. Fáni Bosníu og HersegóvínuEdin Džeko 372 837 0,45 2003- Fáni ÍtalíuInter
14. Fáni KúveitBader Mutawa 366 630 0,59 2002- Fáni KúveitAl Qadsia
15. Fáni SíleEsteban Paredes 364 668 0.55 2000- Fáni SíleCoquimbo Unido
16. Fáni ParagvæÓscar Cardozo 354 748 0.47 2003- Fáni ParagvæLibertad
17. Fáni ArgentínuGonzalo Higuaín 352 752 0,45 2005- Fáni BandaríkjanaInter Miami
18. Fáni SíleHumberto Suazo 350 646 0.54 2000- Fáni MexíkósRaya2
19. Fáni ÍsraelsEran Zahavi 341 608 0,56 2006- Fáni HollandsPSV
20. Fáni BrasilíuHulk 341 658 0,51 2004- Fáni BrasilíuAtlético
21. Fáni KólumbíuRadamel Falcao 341 628 0.54 2003- Fáni SpánarRayo Vallecano
22. Fáni BrasilíuVagner Love 336 718 0.47 2002- Fáni KazakhstansKairat
23. Fáni FrakklandsBafitimbi Gomis 335 722 0,45 2004- Fáni Sádí-ArabíuAl Hilal
24. Fáni AlsírBaghdad Bounedjah 334 392 0.85 2009- Fáni KatarAl Sadd
25. Fáni EnglandsJermain Defoe 332 850 0.39 1999- Fáni SkotlandsRangers
26. Fáni ArgentínuCarlos Tevez 332 835 0,47 2002-
27. Fáni BelgíuRomelu Lukaku 322 595 0,52 2009- Fáni EnglandsChelsea
28. Fáni Kosta RíkaAlvaro Saborio 319 663 0,47 2001- Fáni Kosta RíkaSan Carlos
29. Fáni UngverjalandsNemenja Nikolic 317 588 0,53 2006- Fáni UngverjalandsFehérvár
30. Fáni GabonPierre Aubameyang 316 579 0.54 2007- Fáni EnglandsArsenal
31. Fáni BúlgaríuMartin Kamburov 310 517 0,50 1998- Fáni BúlgaríuBeroe
32. Fáni KatarSebastián Soria 308 654 0.47 2002- Fáni KatarQatar SC
33. Fáni SvíþjóðarMarkus Berg 308 686 0.45 2002- Fáni SvíþjóðarIFK
34. Fáni TyrklandsBurat Yılmaz 305 691 0,44 2001- Fáni FrakklandsLille
35. Fáni RúmeníuClaudiu Keşerü 302 674 0,45 2002- Fáni RúmeníuFCSB
36. Fáni EnglandsHarry Kane 302 510 0,59 2009- Fáni EnglandsTottenham

Leikjahæstu menn karlaknattspyrnunnar[breyta | breyta frumkóða]

Leikahæstu menn með meira en 1000 leiki

Sæti Leikmaður Staða Fjöldi Leikja Ár
1. Fáni EnglandsPeter Shilton GK 1390 1966-1997
2. Fáni BrasilíuRogério Ceni GK 1234 1990-2015
3. Fáni BrasilíuFabio GK 1170 1997-
4. Fáni ÍtalíuGianluigi Buffon GK 1139 1995
5. Fáni BrasilíuRoberto Carlos DF 1139 1991-2015
6. Fáni SpánarXavi MF 1135 1997-2019
7. Fáni PortúgalsCristiano Ronaldo FW 1122 2001-
8. Fáni SpánarIker Casillas GK 1119 1998-2020
9. Fáni EnglandsRay Clemence GK 1118 1965-1988
10. Fáni ArgentínuJavier Zanetti DF 1114 1992-2014
11. Fáni Norður-ÍrlandsPat Jennings GK 1095 1963-1986
12. Fáni BrasilíuMarcelinho Paraiba MF 1092 1992-2020
13. Fáni JapanYasuhito Endo MF 1087 1998-
14. Fáni EnglandsTony Ford DF 1082 1975-2001
15. Fáni BrasilíuDjalma Santos DF 1065 1947-1970
16. Fáni SpánarRaúl FW 1064 1994-2015
17. Fáni EnglandsAlan Ball Jr. MF 1053 1960-1984
18. Fáni EnglandsDavid Seaman GK 1046 1982-2004
19. Fáni EnglandsFrank Lampard MF 1044 1995-2017
20. Fáni ÍtalíuPaolo Maldini DF 1041 1984-2009
21. Fáni BrasilíuDani Alves DF 1040 2001-
22. Fáni WalesRyan Giggs MF 1036 1990-2014
23. Fáni SkotlandsGraham Alexander DF 1025 1991-2012
24. Fáni Norður-ÍrlandsNoel Bailie DF 1024 1989-2011
25. Fáni EnglandsDavid Seaman GK 1023 1989-2014
26. Fáni BrasilíuRivaldo MF 1021 1989-2015
27. Fáni SpánarAndoni Zubizarreta GK 1020 1980-1999
28. Fáni BelgíuTimmy Simons DF 1019 1994-2018
29. Fáni HollandsClarence Seedorf MF 1017 1992-2014
30. Fáni SpánarAndrés Iniesta MF 1002 2001-
31. Fáni EnglandsIan Callaghan MF 1002 1960-1982
32. Fáni SkotlandsTommy Hutchison MF 1001 1965-1994

Leikjahæstu menn hjá einu liði[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Leikmaður Staða Fjöldi Leikja Ár Félag
1. Fáni BrasilíuRogerio Ceni GK 1197 1990-2015 Fáni BrasilíuSão Paulo
2. Fáni Norður-ÍrlandsNoel Bailie DF 1013 1989-2011 Fáni Norður-ÍrlandsLinfield
3. Fáni BrasilíuFabio GK 968 1997- Fáni BrasilíuCruzeiro
4. Fáni WalesRyan Giggs MF 963 1991-2014 Fáni EnglandsManchester United
5. Fáni ÍtalíuPaolo Maldini DF 902 1984-2009 Fáni ÍtalíuMilan
6. Fáni EnglandsIan Callaghan MF 870 1960-1978 Fáni EnglandsLiverpool
7. Fáni EnglandsSteve Perryman DF 866 1969-1986 Fáni EnglandsTottenham
8. Fáni ArgentínuJavier Zanetti DF 858 1995-2014 Fáni ÍtalíuInter
9. Fáni EnglandsTerry Paine DF 808 1956-1979 Fáni EnglandsSouthampton

Núverandi leikahæstu menn[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Leikmaður Staða Fjöldi Leikja Ár Núverandi Félag
1. Fáni BrasilíuFabio GK 1170 1997- Fáni BrasilíuCruzeiro
2. Fáni ÍtalíuGianluigi Buffon GK 1139 1995- Fáni ÍtalíuParma
3. Fáni PortúgalsCristiano Ronaldo FW 1122 2001- Fáni EnglandsManchester United
4. Fáni JapanYasuhito Endo MF 1087 1998- Fáni JapanJubilo Iwata
5. Fáni BrasilíuDani Alves DF 1039 2001-
6. Fáni SpánarAndrés Iniesta MF 1002 2001- Fáni JapanVissel Kobe
7. Fáni ArgentínuLionel Messi FW 996 2003- Fáni FrakklandsPSG
8. Fáni SvíþjóðarZlatan Ibrahimovic FW 967 1999- Fáni ÍtalíuMilan
9. Fáni SpánarPepe Reina GK 962 1999- Fáni ÍtalíuLazio
10. Fáni PortúgalsJoão Moutinho MF 948 2003- Fáni EnglandsWolverhampton
11. Fáni SpánarSergio Ramos DF 941 2003- Fáni FrakklandsPSG
12. Fáni SpánarJoaquín MF 918 1999- Fáni SpánarReal Betis
13. Fáni EnglandsJames Milner MF 914 2001- Fáni EnglandsLiverpool
14. Fáni KróatíuLuka Modrić MF 911 2001- Fáni SpánarReal Madrid
15. Fáni SpánarDavid Silva MF 901 2001- Fáni SpánarReal Sociedad

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 1. 1,0 1,1 1,2 „Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. mars 2012. Sótt 6. desember 2010.
 2. Bæklingur um knattspyrnuleikvanga Geymt 2012-03-21 í Wayback Machine KSÍ
 3. „KSÍ Leikur án fordóma“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2011. Sótt 4. desember 2010.
 4. - Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma
 5. „- Hooliganism in European Football“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2011. Sótt 4. desember 2010.
 6. Prolific Scorers Data RSSSF
 7. IFFHS ALL TIME WORLD'S BEST GOALSCORER RANKING IFFHS