Fara í innihald

Benazir Bhutto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benazir Bhutto
بينظير بُھٹو
Benazir Bhutto árið 2006.
Forsætisráðherra Pakistans
Í embætti
18. október 1993 – 5. nóvember 1996
ForsetiWasim Sajjad (starfandi)
Farooq Leghari
ForveriNawaz Sharif
Anwar ul Haq Kakar (starfandi)
Í embætti
2. desember 1988 – 6. ágúst 1990
ForsetiGhulam Ishaq Khan
ForveriMuhammad Khan Junejo
EftirmaðurGhulam Mustafa Jatoi (starfandi)
Nawaz Sharif
Persónulegar upplýsingar
Fædd21. júní 1953(1953-06-21)
Karachi, Pakistan
Látin27. desember 2007 (54 ára) Rawalpindi, Púnjab, Pakistan
StjórnmálaflokkurÞjóðarflokkur Pakistans
MakiAsif Ali Zardari (g. 1987)
BörnBilawal, Bakhtawar, Aseefa
MóðirNusrat Bhutto
FaðirZulfikar Ali Bhutto
HáskóliRadcliffe College (AB)
Lady Margaret Hall, Oxford (BA)
St Catherine's College, Oxford (MSt)
Undirskrift
GælunafnBB
Járnfrúin

Benazir Bhutto (fædd 21. júní 1953, látin 27. desember 2007) var pakistanskur stjórnmálamaður. Hún varð fyrsti kvenforsætisráðherra í íslömsku landi árið 1988 og var síðar kosin aftur árið 1993. Í bæði skiptin var hún sett af af þáverandi forsetum eftir ásakanir um spillingu.[1] Hún lést eftir skotárás og sprengjutilræði í Rawalpindi þar sem hún var að ávarpa stuðningsmenn sína.[2]

Bhutto flutti til Kúveit í sjálfskipaða útlegð frá 1999 þar til hún sneri heim til Pakistans að nýju 18. október 2007.

Benazir Bhutto var elsta dóttir Zulfikar Ali Bhutto, sem var forseti og síðar forsætisráðherra Pakistans.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sigríður Guðlaugsdóttir (18. október 2007). „Einstakur ferill Benazir Bhutto“. Vísir. Sótt 25. júní 2025.
  2. Óli Tynes (27. desember 2007). „Bhutto myrt með skothríð og sprengju“. Vísir. Sótt 10. maí 2025.
  3. Guðmundur Halldórsson (27. nóvember 1988). „Dauði Ali Bhuttos“. Morgunblaðið. bls. 20–21.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.