19. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
19. janúar er 19. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 346 dagar (347 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 649 - Tíbetska konungsríkið Kútsjar gafst upp fyrir herjum Tangveldisins.
- 973 - Benedikt 6. páfi.
- 1158 - Hekla gaus.
- 1160 - Heiji-byltingin hófst í Japan og stóð til 15. febrúar.
- 1419 - Hundrað ára stríðið: Rúðuborg gafst upp fyrir Hinriki 5.
- 1520 - Orrustan við Bogesund: Kristján 2. vann sigur á Sten Sture og fylgismönnum hans í Svíþjóð. Sten Sture særðist til ólífis.
- 1607 - Byggingu Kirkju heilags Ágústínusar lauk í Manila á Filippseyjum.
- 1806 - Bretar hernámu Góðrarvonarhöfða.
- 1903 - Þýskur togari, Friedrich Albert, strandaði á Skeiðarársandi. Mannbjörg varð, en áhöfnin ráfaði um sandinn í þrjár vikur og fórust þá 3 menn. Ári síðar var fyrsta skipbrotsmannaskýli á Íslandi reist.
- 1908 - Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar var stofnað.
- 1915 - George Claude fékk einkaleyfi á að nota neon-túpur í auglýsingaskilti.
- 1930 - Hótel Borg var opnuð við Austurvöll í Reykjavík.
- 1935 - Coopers Inc. seldu fyrstu herranærbuxurnar í heiminum.
- 1941 - Seinni heimsstyrjöld: Breskar sveitir réðust á Erítreu, sem laut stjórn Ítalíu.
- 1942 - Seinni heimsstyrjöld: Japanir réðust inn í Búrma.
- 1945 - Seinni heimsstyrjöld: Sovéskar herdeildir hertóku Łódź. Af 230.000 íbúum komust 900 lífs af.
- 1949 - Kúba viðurkenndi Ísrael.
- 1953 - 68% allra sjónvarpsviðtækja í Bandaríkjunum voru stillt á sjónvarpsþáttinn I Love Lucy til að sjá Lucy Ball fæða barn.
- 1955 - Borðspilið Scrabble leit dagsins ljós.
- 1957 - Kristján Eldjárn varði doktorsritgerð sína, Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi.
- 1966 - Indira Gandhi var kosin forsætisráðherra á Indlandi.
- 1977 - Snjókoma í Miami í Flórída í Bandaríkjunum, fyrsta og eina sinn í sögu borgarinnar sem það hefur gerst.
- 1983 - Stríðsglæpamaðurinn Klaus Barbie var handtekinn í Bólivíu.
- 1986 - Tölvuvírusinn Brain hóf að breiðast út.
- 1993 - Samningur um efnavopn var undirritaður.
- 1994 - Kuldamet voru slegin á austurströnd Bandaríkjanna. Frost mældist −38 °C (−36 °F) í Indiana.
- 1996 - Yfir 100 manns fórust þegar ferja frá Indónesíu sökk við norðurodda Súmötru.
- 1999 - Q – félag hinsegin stúdenta var stofnað undir nafninu Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS).
- 2006 - Geimfarið New Horizons hélt í ferð sína til Plútó.
- 2010 - Japanska flugfélagið Japan Airlines sótti um greiðslustöðvun eftir margra ára taprekstur.
- 2011 - Jarðskjálfti upp á 7,4 Mw skók Suðvestur-Pakistan.
- 2012 - Bandaríska alríkislögreglan lét loka skráadeiliþjónustunni Megaupload.
- 2017 - Eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán var framseldur til Bandaríkjanna.
- 2017 - Adama Barrow tók við embætti forseta Gambíu.
- 2038 - 2038-vandinn gæti haft áhrif á tölvur sem notast við Unix-tímatalið (t.d. eldri Linux-kerfi). Annar 2038-vandamál er mögulegt í GPS staðsetningarkerfinu, en það er ótengt vandamál sem mun ekki koma upp sama dag, og mörg betri GPS-kerfi sleppa.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1544 - Frans 2. Frakkakonungur (d. 1560).
- 1736 - James Watt, skoskur uppfinningamaður (d. 1819).
- 1798 - Auguste Comte, franskur heimspekingur (d. 1857).
- 1807 - Robert E. Lee, bandarískur herforingi (d. 1870).
- 1809 - Edgar Allan Poe, bandarískur rithöfundur og ljóðskáld (d. 1849).
- 1839 - Paul Cézanne, franskur málari (d. 1906).
- 1866 - Carl Theodor Zahle, forsætisráðherra Danmerkur (d. 1946).
- 1870 - Steinunn Jóhannesdóttir, vesturíslenskur læknir (d. 1960).
- 1890 - Ferruccio Parri, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1981).
- 1892 - Ólafur Thors, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1964).
- 1906 - Sven B.F. Jansson, sænskur rúnafræðingur (d. 1987).
- 1920 - Javier Pérez de Cuéllar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (d. 2020)
- 1921 - Patricia Highsmith, bandarískur rithöfundur (d. 1995).
- 1924 - Árni Tryggvason, íslenskur leikari. (d. 2023)
- 1939 - Phil Everly, bandarískur tónlistarmaður (d. 2014).
- 1943 - Janis Joplin, bandarísk söngkona (d. 1970).
- 1946 - Dolly Parton, bandarísk söng- og leikkona.
- 1955 - Simon Rattle, enskur hljómsveitarstjóri.
- 1966 - Lena Philipsson, sænsk söngkona.
- 1966 - Stefan Edberg, saenskur tennisleikari.
- 1974 - Frank Caliendo, bandarískur leikari.
- 1977 - Lauren, knattspyrnumaður frá Kamerún.
- 1979 - Svetlana Khorkina, rússnesk fimleikakona.
- 1988 - Yusuke Yamamoto, japanskur leikari.
- 1992 - Mac Miller, bandarískur rappari (d. 2018).
- 1994 - Matthias Ginter, þýskur knattspyrnumaður.
- 1995 - Frederik Schram, danskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1526 - Ísabella af Búrgund, Danadrottning, kona Kristjáns 2. (f. 1501).
- 1629 - Abbas mikli, Persakonungur (f. 1571).
- 1865 - Pierre-Joseph Proudhon, franskur stjórnmálamaður (f. 1809).
- 1930 - Frank Plumpton Ramsey, breskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur (f. 1903).
- 1984 - Björn Bjarnason, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1899).
- 1986 - Jón Helgason, íslenskur þýðandi og skáld (f. 1899).
- 1987 - Lawrence Kohlberg, bandarískur sálfræðingur (f. 1927).
- 1999 - Hilmar Þorbjörnsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1934).
- 1999 - Roderick Chisholm, bandarískur heimspekingur (f. 1916).
- 2000 - Bettino Craxi, ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1934).
- 2000 - Hedy Lamarr, bandarísk leikkona (f. 1914).
- 2008 - Astrid Løken, norskur skordýrafræðingur (f. 1911).
- 2017 - Miguel Ferrer, bandarískur leikari (f. 1955).
- 2020 - Shin Kyuk-ho, suðurkóreskur athafnamaður (f. 1921).