Frans 2. Frakkakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frans 2. Frakkakonungur.

Frans 2. (19. janúar 15445. desember 1560) var konungur Frakklands frá 10. júlí 1559 til dauðadags og eiginmaður Maríu Skotadrottningar frá 1558.

Frans var elsti sonur Hinriks 2. Frakkakonungs og Katrínar af Medici. Yngri bræður hans voru Karl 9. Frakkakonungur og Hinrik 3. Frakkakonungur. Þegar hann var fjögurra ára gerði faðir hans samkomulag við forráðamenn Maríu, sem hafði verið drottning Skotlands frá því að Jakob 5. faðir hennar dó þegar hún var sex daga gömul.

María var fimm ára þegar gengið var frá trúlofuninni og var hún þá send til Frakklands til að alast upp við hirðina með eiginmanni sínum tilvonandi. Sagt er að vel hafi farið á með þeim alla tíð þótt ekki væri hjónasvipur með þeim; María var mjög hávaxin og málglöð en Frans óvenju lágvaxinn og stamaði. Þau giftust 24. apríl 1558, þegar Frans var fjórtán ára en María fimmtán og hálfs.

Rúmu ári síðar dó Hinrik 2. eftir að flís úr lensu stakkst í auga hans í burtreiðum og Frans var krýndur konungur. Kórónan var svo þung að fjórir aðalsmennn þurftu að styðja við hana á höfði hans. Móðir hans, Katrín af Medici, var útnefnd ríkisstjóri en líklegt er að móðurbræður Maríu, sem var frönsk í móðurætt, hafi ráðið miklu.

Frans hafði alltaf verið heilsuveill og 5. desember 1560 dó hann, tæplega sautján ára að aldri. Þau María áttu engin börn og Karl bróðir Frans, sem var tíu ára að aldri, tók við krúnunni.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Hinrik 2.
Konungur Frakklands
(15591560)
Eftirmaður:
Karl 9.