Edgar Allan Poe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Daguerreatýpa af Edgar Allan Poe frá 1848.

Edgar Allan Poe (19. janúar 18097. október 1849) var bandarískt skáld, smásagnahöfundur, ritstjóri, gagnrýnandi og einn af forkólfum rómantísku stefnunnar í Bandaríkjunum. Poe er þekktastur fyrir hryllingssögur sínar en hann var einnig frumkvöðull á sviði ritunar glæpasagna (þrjár sögur um Auguste Dupin) og er jafnvel talinn til fyrirrennara vísindaskáldsagna, en Jules Verne var undir miklum áhrifum frá honum. Poe var talsmaður listar listarinnar vegna og gagnrýndi harðlega bandarískar bókmenntir sem á þeim tíma einkenndust af bókum sem reyndu að koma á framfæri tilteknum siðfræðilegum eða trúarlegum boðskap. Vegur hans varð enda meiri utan Bandaríkjanna lengst framan af.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Verk Poes

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.