Fara í innihald

Jón Helgason (prófessor)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Prófessor Jón Helgason (30. júní 189919. janúar 1986) var íslenskur þýðandi, ljóðskáld og fræðimaður, sem og forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn.

Jón fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit, Borgarfirði. Foreldrar hans voru Helgi Sigurðsson, bóndi á Rauðsgili, og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Eftir stúdentspróf í Reykjavík 1916 lauk hann prófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1923. Árið 1926 varði Jón Helgason doktorsritgerð við Háskóla Íslands um Jón Ólafsson frá Grunnavík. Eftir þetta starfaði Jón Helgason um tíma við Oslóarháskóla. Árið 1929 varð hann forstöðumaður við Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Við Kaupmannahafnarháskóla varð hann prófessor í íslensku og bókmenntum.[1] Jón gaf út ljóðabókina Úr landsuðri árið 1939. Hann gaf einnig út tvær ljóðabækur með þýðingum, sem og ófáar bækur um íslensk fræði. Hann var jarðsunginn á Gilsbakka

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Jón Helgason prófessor 1899-1986“.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.