Scrabble

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Scrabble

Scrabble, krossgátuspilið eða skrafl er borðspil sem tveir til fjórir geta spilað í einu. Leikmenn eiga að mynda orð úr stöfum sem þeir draga af handahófi á leikborð sem skipt er í 15x15 reiti. Hver reitur gefur mismörg stig og hver stafur einnig. Hver leikmaður verður að tengja orðið við þá stafi sem búið er að leggja á borðið. Sá vinnur sem fær flest stig.

Bandaríski arkitektinn Alfred Mosher Butts bjó spilið til árið 1938 sem afbrigði af Lexiko, spili sem hann hafði áður hannað. Stafagildin byggðu á hans eigin tíðnigreiningu stafa í dagblaðinu The New York Times. Hann kallaði nýja spilið Criss-Crosswords. Scrabble-nafnið kom frá James Brunot sem keypti réttinn til að framleiða spilið árið 1948. Nú er spilið framleitt af Hasbro.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]