Gerald Ford
Gerald Ford | |
---|---|
Forseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 9. ágúst 1974 – 20. janúar 1977 | |
Varaforseti | Enginn (ágúst-des. 1973) Nelson Rockefeller (des. 1974 – 1977) |
Forveri | Richard Nixon |
Eftirmaður | Jimmy Carter |
Varaforseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 6. desember 1973 – 9. ágúst 1974 | |
Forseti | Richard Nixon |
Forveri | Spiro Agnew |
Eftirmaður | Nelson Rockefeller |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 5. kjördæmi Michigan | |
Í embætti 3. janúar 1949 – 6. desember 1973 | |
Forveri | Bartel J. Jonkman |
Eftirmaður | Richard Vander Veen |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 14. júlí 1913 Omaha, Nebraska, Bandaríkjunum |
Látinn | 26. desember 2006 (93 ára) Rancho Mirage, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Betty Bloomer (g. 1948) |
Börn | 4 |
Háskóli | Michigan-háskóli (BA) Yale-háskóli (LLB) |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Gerald Ford (fæddur 14. júlí 1913, látinn 26. desember 2006) var 38. forseti Bandaríkjanna frá 9. ágúst 1974 til 20. janúar 1977 fyrir repúblikana. Hann fæddist í Omaha í Nebraska og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Yale. Gegndi herþjónustu í sjóhernum 1942 til 1946. Að auki var hann þingmaður fyrir Michigan í fulltrúadeild Bandaríkjaþings 1949 til 1973 og leiðtogi flokks síns í deildinni 1965 - 1973 en demókratar höfðu þá meirihluta þar.
Hann var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Nixons og tók við þegar Nixon sagði af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins. Hann tapaði síðan kosningunum 1976 fyrir Jimmy Carter. Stjórn hans var mjög umdeild, meðal annars vegna sakaruppgjafar sem hann veitti Nixon og vegna þess að í tíð hans hörfaði Bandaríkjaher endanlega frá Víetnam. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hvorki var kosinn varaforseti né forseti í almennum kosningum.
Fyrirrennari: Richard Nixon |
|
Eftirmaður: Jimmy Carter | |||
Fyrirrennari: Spiro Agnew |
|
Eftirmaður: Nelson Rockefeller |