Fara í innihald

Standa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Standa var keðja stórmarkaða á Ítalíu. Keðjan var formlega lögð niður árið 1999 en nokkrir tugir stórmarkaða voru reknir til ársins 2010 undir þessu vörumerki sem síðast var í eigu þýska eignarhaldsfélagsins Rewe-Billa sem rekur stórmarkaði undir nafninu Billa.

Fyrirtækið Magazzini Standard var stofnað í Mílanó 21. september 1931 og rak brátt fjölda vöruhúsa um alla Ítalíu. Vegna nýrra laga á tímum fasista þar sem reynt var að gera ítölsk heiti fyrirtækja að skyldu, var nafninu breytt í Standa sem átti að standa fyrir Società Nazionale Tutti Articoli Nazionali Dell'Abbigliamento. 1958 opnaði fyrirtækið fyrsta stórmarkað Ítalíu sem seldi matvöru. Eignarhaldsfélagið Montedison eignaðist fyrirtækið 1966 og 1988 var það selt til Fininvest, fyrirtækis í eigu Silvio Berlusconi. Það keypti stórmarkaðakeðjuna Brianzoli 1991 og hóf að bæta við sig sölustöðum.

1998 var keðjan leyst upp og allir hlutar rekstursins sem ekki voru matvara seldir til eignarhaldsfélagsins Coin sem rekur fataverslanir undir merkinu Oviesse. Matvöruhluti rekstursins var seldur sama ár til eins af fyrri eigendum Brianzoli sem seldi hann síðan til Rewe-Billa árið 2000. Merkið var endanlega lagt niður árið 2010. Billa seldi svo flesta sölustaði Standa til verslunarkeðjunnar Conad árið 2011 og afganginn til Carrefour og fleiri samkeppnisaðila árið 2014.