Fara í innihald

Ferdinand 2. stórhertogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferdinand 2. de' Medici.

Ferdinand 2. de' Medici (14. júlí 161023. maí 1670) var stórhertogi af Toskana frá 1621 til dauðadags. Hann var elsta barn Kosimós 2. stórhertoga og Maríu Magdalenu af Austurríki. Hann hafði mikinn áhuga á nýrri tækni og lét setja upp alls kyns mælitæki og sjónauka í Pitti-höll. Hann tók líka þátt í Castro-stríðunum gegn Úrbanusi 8. páfa. Stríðsreksturinn veikti efnahag ríkisins verulega. Valdatíð hans er talin marka upphaf efnahagslegrar hnignunar stórhertogadæmisins Toskana.


Fyrirrennari:
Kosimó 2. de' Medici
Stórhertogi af Toskana
(1621 – 1670)
Eftirmaður:
Kosimó 3. de' Medici


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.