Fara í innihald

Benedikt Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Benedikt Gunnarsson (14. júlí 192922. nóvember 2018) var íslenskur listmálari.

Bene­dikt fædd­ist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. For­eldr­ar Bene­dikts voru Gunn­ar Hall­dórs­son verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Bene­dikts­dótt­ir hús­móðir, f. 1891, d. 1982.[1]

Bene­dikt lauk gagn­fræðaprófi frá Núps­skóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1945-48, við Lista­há­skól­ann í Kaupmannahöfn (Det kong­elige aka­demi for de skønne kun­ster) og við teikni­skóla P. Rostrup Bøyesens, list­mál­ara á Statens muse­um for kunst í Kaup­manna­höfn 1948-50, var við nám og list­sköp­un í París 1950-53, m.a. við Aca­démie de la Grande Chaumiére, og í Madríd 1953-54, og stundaði mynd­fræðileg­ar rann­sókn­ir við Louvre-lista­safnið i Par­ís og Pra­do-lista­safnið í Madrid. Þá lauk hann mynd­list­ar­kenn­ara­prófi frá Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1964.

Bene­dikt var kenn­ari við Mynd­list­ar­skóla Vest­manna­eyja 1958-59, við Gagn­fræðaskól­ann við Lind­ar­götu í Reykja­vík 1960-62, við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kenn­ara­skóla Íslands, síðan Kenn­ara­há­skóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dós­ent þar frá 1998. Kenndi mynd­list við Lista­fé­lag MR 1965-1966 og Lista­fé­lag VR 1985-1987.

Bene­dikt hélt á þriðja tug einka­sýn­inga hér­lend­is og eina í Par­ís, í La gal­erie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tutt­ugu og þrem­ur sam­sýn­ing­um víða um heim, m.a. á öll­um Norður­lönd­un­un, Þýskalandi, Frakklandi, Ítal­íu, Rússlandi, Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og í Ástr­al­íu og fjölda sam­sýn­inga á Íslandi.[2]

Mál­verk eft­ir Bene­dikt eru m.a. í Lista­safni Íslands, Lista­safni Kópa­vogs, Lista­safni ASÍ, mörg­um bæj­arlista­söfn­um og í fjöl­mörg­um einka­söfn­um og stofn­un­um. Enn­frem­ur verk í er­lend­um söfn­um, m.a. í Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Sviss, Þýskalandi, Mexí­kó, Kól­umb­íu, Dan­mörku, Svíþjóð og í Ben Guri­on-há­skól­an­um í Ísra­el.[2]

Hann hef­ur gert stór­ar vegg­mynd­ir og steinda glugga í nokkr­ar op­in­ber­ar bygg­ing­ar hér­lend­is, s.s. í Grunn­skól­ann á Hofsósi og Vík í Mýr­dal, í Héraðsskól­ann að Skóg­um, Kefla­vík­ur­kirkju, Há­bæj­ar­kirkju í Þykkvabæ, Fá­skrúðarbakka­kirkju, Suður­eyr­ar­kirkju og í Há­teigs­kirkju í Reykja­vík.[2]

Bene­dikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Nor­ræna list­banda­lags­ins 1958-60 og í sýn­ing­ar­nefnd FÍM 1965-72. Hann var próf­dóm­ari við MHÍ 1975-77. Fór til Rúss­lands sem full­trúi og um­sjón­ar­maður sýn­ing­ar ungra ís­lenskra mynd­list­ar­manna, á alþjóðlegri list­sýn­ingu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp­ur á fjölda bóka og tíma­rita, m.a. list­tíma­ritið Birt­ing. Þá var hann út­nefnd­ur heiðurslistamaður Kópa­vogs árið 2002.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Benedikt Gunnarsson“.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Listamaður“. www.umm.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. nóvember 2020. Sótt 9. nóvember 2020.