Andri Snær Magnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Andri Snær Magnason, 2014

Andri Snær Magnason (fæddur 14. júlí 1973) er íslenskur rithöfundur.

Andri Snær Magnason í Árósum 2017
Ljósmynd Hreinn Gudlaugsson

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Andri útskrifaðist frá eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund, nam svo íslensku í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf árið 1997.

Fyrsta útgefna verk Andra var ljóðabókin Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995. Eftir fylgdi ljóðabókin Bónusljóð og smásagnaheftið Engar smá sögur. Þekktasta verk Andra er þó líklegast barnabók hans og leikritið Sagan af bláa hnettinum og hefur bókin verið þýdd á tólf tungumál. Andri gaf einnig út skáldsöguna LoveStar sem var metsölubók árið 2002 og hlaut fjölda verðlauna.

Í mars 2006 gaf Andri Snær svo út bók sína Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, sem hefur selst gríðarvel og fengið mikla fjölmiðlaathygli. Í bókinni beinir Andri Snær spjótum sínum að stjóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og ásakar hana um hugmyndaleysi í atvinnumálum. Fyrir bókina fékk hann íslensku bókmenntaverðlaunin 2006.

Forsetaframboð[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun apríl 2016 boðaði Andri Snær til fundar í Þjóðleikhúsinu þar sem hann ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2016. Áherslur hans voru hálendisþjóðgarður, ný stjórnarskrá og að rækta tungumál í landinu.[1] Hann hlaut 14,26% atkvæða.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • 1999 - Náttúruóperan (Leikfélag MH)
 • 2001 - Blái hnötturinn (Þjóðleikhúsið)
 • 2001 - Hlauptu Náttúrubarn (Útvarpsleikhúsið)
 • 2004 - Úlfhamssaga (Hafnarfjarðarleikhúsið/Annað svið)
 • 2007 - Eilíf Hamingja í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson (Borgarleikhúsið/ Lifandi Leikhús)
 • 2009 - Eilíf Óhamingja - í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson (Borgarleikhúsið/ Lifandi Leikhús)

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

 • 1998 - Raddir (Smekkleysa/Stofnun Árna Magnússonar)
 • 1999 - Flugmaður - ljóðadiskur með Múm (Leiknótan)

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Helstu verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

 • 1999 - Íslensku Bókmenntaverðlaunin - Sagan af bláa hnettinum
 • 2002 - Menningarverðlaun DV - LoveStar
 • 2006 - Íslensku Bókmenntaverðlaunin - Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð
 • 2009 - Eddan - Heimildarmynd ársins - Draumalandið
 • 2009 - Kairos Award
 • 2013 - Phillip K. Dick Honorary Mention - LoveStar
 • 2013 - Íslensku Bókmenntaverðlaunin - Tímakistan
 • 2014 - Vestnorrænu Barnabókaverðlaunin - Tímakistan
 • 2014 - UKLA Award - Sagan af bláa hnettinum

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Andri Snær í forsetaframboð Rúv, Skoðað 12. apríl, 2016.