Fara í innihald

Hlynur Sigtryggsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlynur Sigtryggsson (fæddur á Núpi í Dýrafirði 5. nóvember 1921, dáinn 14. júlí 2005) var íslenskur veðurfræðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, og stundaði nám í verkfræði við verkfræðideild Háskóla Íslands 1942-1943. Að auki lauk hann M.A. prófi frá University of California at Los Angeles 1946 og stundaði nám við Meteorologiska Institutionen vid Stockholms Högskola 1955-1957. Hann var veðurstofustjóri frá 1963 til 1989.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


  • „Veðurstofa Íslands: Aldarminning Hlynur Sigtrygsson“. Sótt 2021.