Oddfellowreglan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oddfellowreglan er bræðrafélag sem rekur rætur sínar til nokkura stúka sem stofnaðar voru í Bretlandi á 18. öld og höfðu þann tilgang að aðstoða félaga sína í neyð.

Nafnið er dregið af nafni gilda sem félagar (fellows) stofnuðu þegar meistarar tóku að takmarka aðgang að hinum hefðbundnu iðnaðarmannagildum á 14. öld. Odd Fellows er dregið af því að félagar í þessum gildum komu úr ýmsum iðngreinum (odd í merkingunni „hinum og þessum“). Elísabet 1. hóf baráttu gegn leynifélögum í Bretlandi og undir lok ríkisára hennar höfðu flest gildin verið lögð niður.

Sumum þessara félaga tókst að lifa af með því að breyta um hlutverk og gerast góðgerðastofnanir. Reglurnar voru með aðalstöðvar í London en stofnuðu „stúkur“ (lodges) annars staðar. Elsta dæmið um reglur fyrir Oddfellowsstúku eru frá 1730

Óháða Oddfellowreglan var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1819 og breiddist þaðan út um allan heim. Stórstúka Íslands (stofnuð 1897) er grein af bandarísku Óháðu Oddfellowreglunni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.