Norður-Karólína

Norður-Karólína er fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Virginíu í norðri, Atlantshafi í austri, Suður-Karólínu í suðri, Georgíu í suðvestri og Tennessee í vestri. Flatarmál Norður-Karólínu er 139.389 ferkílómetrar.
Höfuðborg fylkisins heitir Raleigh en Charlotte er stærsta borg fylkisins. Íbúar fylkisins eru 10,488,084 milljónir (2019). Hæsta fjall ríkisins er Mt. Mitchell í Appalachiafjöllum.