Max Abramovitz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Avery Fisher Hall í Lincoln Center er eitt af frægustu verkum Abramovitz

Max Abramovitz (fæddur 23. maí 1908 í Chicago, látinn 12. september 2004 í Pound Rigde, New York-fylki) var bandarískur arkitekt og meðeigandi í arkitektafyrirtækinu Harrison, Abramovitz, & Abbe í New York-borg. Meðal þekktustu verka hans er aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna á Manhattan, Avery Fisher Hall í Lincoln Center (áður Philharmonic Hall), US Steel Tower í Pittsburg, National City Tower í Louisville og Tour GAN í La Defense í París.