1369
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1369 (MCCCLXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Eyjólfsson varð lögmaður um allt land.
- Jón skalli Eiríksson fór til Avignon til að sækja staðfestingu á biskupsembætti sínu til Úrbanusar 5. páfa.
- Oddbjörg Jónsdóttir varð abbadís í Reynistaðarklaustri.
Fædd
Dáin
- Einar Gilsson, lögmaður og skáld.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. mars - Pétur Kastilíukonungur tapaði í orrustunni við Montiel fyrir bandalagi Frakka og hálfbróðursíns, Hinriks Trastámara.
- Karl 5. Frakkakonungur hafnaði Brétigny-sáttmálanum og Hundrað ára stríðið milli Frakka og Englendinga braust út á ný.
- Tyrkir réðust á Búlgaríu.
- Tímúr gerði Samarkand að höfuðborg ríkis síns.
- Grænlandsknörrinn fórst og (nokkurn veginn) árvissar siglingar til Grænlands lögðust niður. (Samkvæmt öðrum heimildum gerðist þetta 1368.)
Fædd
Dáin
- 17. janúar - Pétur 1., konungur Kýpur, myrtur (f. 1328).
- 23. mars - Pétur Kastilíukonungur, myrtur eftir orrustuna við Montiel (f. 1334).
- 15. ágúst - Filippa af Hainault, drottning Englands, kona Játvarðar 3. (f. 1311).
- 12. september - Blanka af Lancaster, eiginkona John af Gaunt og móðir Hinriks 4. (f. 1345).