Ráðhús Kaupmannahafnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ráðhús Kaupmannahafnar

Ráðhús Kaupmannahafnar stendur við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.

Það er teiknað af Martin Nyrop, sem var undir innblæstri frá Ráðhúsinu í Siena á Ítalíu, en hann var valinn eftir samkeppni. Húsið var byggt á árunum 1892-1905 og var opinberlega vígt 12. september 1905.

Mest áberandi á húsinu eru framhlið þess, gyllt stytta af Absalon Hróarskeldubiskupi yfir svölunum og hár turn á hlið byggingarinnar. Ráðhústurninn er 105,6m að hæð og þar með ein af hæstu byggingum Kaupmannahafnar, efst í turninum eru klukka og bjöllur, en hljóðið í bjöllunum er mjög þekkt meðal Dana enda leikið kl. 12:00 daglega á DR sem og á nýársnótt kl. 00:00. Síðan 8. október 2003 hefur hádegishringingin verið spiluð af upptöku, en áður var hún send út beint úr turninum. Önnur þekkt klukka er í húsinu, en það er heimsklukka Jens Olsens.

Fyrir aftan ráðhúsið er Ráðhúsgarðurinn, sem hægt er að komast inn í frá H. C. Andersens Boulevard og Vester Voldgade. Forveri garðsins á fyrri hluta 20. aldar náði meðfram öllu ráðhúsinu á milli því og þáverandi Vester Boulevard. Hann hvarf í byrjun 6. áratugsins þegar sú gata var lögð aftur í tengslum við smíði Langebro, en þá tók gatan einnig nafn H. C. Andersen.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Eldra ráðhús Kaupmannahafnar, frá 1815

Áður en Ráðhúsið var flutt að Ráðhústorginu hefur það staðið á á öðrum stöðum. Fyrsta ráðhús Kaupmannahafnar stóð við Gamla torg. Annað ráðhúsið stóð við Bispegård á horni Nørregade og Studiestræde, sem Kaupmannahafnarháskóli tók yfir árið 1479. Þá var flutt í þriðja ráðhúsið, sem var við á Gamla torgi/Nýja torgi, og stóð það hús til ársins 1728 þegar það brann niður í brunanum í Kaupmannahöfn.

Fjórða ráðhúsið var byggt á svipuðum stað 1728 og var teiknað af J.C. Ernst og J.C. Krieger en það brann niður 1795. Í dag er hægt að sjá á Gamla torgi hvar ráðhúsin tvö stóðu í hellulögnunum á torginu.

Það var síðan ekki fyrr en 1815 sem fimmta ráðhúsið var byggt við Nýja torg sem bæði var ráðhús og dómshús. Það hús stendur enn og hýsir í dag Bæjardómstól Kaupmannahafnar. Það var notað sem ráðhús til ársins 1903.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]