Vestur-Þýskaland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skipting Þýskalands.

Vestur-Þýskaland er algengt heiti á þeim hluta Þýskalands sem nefndist Sambandslýðveldið Þýskaland eða Bundesrepublik Deutschland eftir de facto skiptingu hins hernumda Þýskalands í tvo hluta sem voru annars vegar hernámssvæði Frakka, Bandaríkjanna og Bretlands og hins vegar Sovétríkjanna árið 1949 við upphaf Kalda stríðsins. Sá hluti sem var á áhrifasvæði Sovétríkjanna var þá nefndur Austur-Þýskaland. Höfuðborg Vestur-Þýskalands var Bonn. Berlín var öll innan Austur-Þýskalands en var skipt í tvennt með Berlínarmúrnum og annar helmingurinn var hluti Vestur-Þýskalands en hinn höfuðborg Austur-Þýskalands.

Árið 1990 voru ríkin tvö sameinuð í eitt Þýskaland með því að Austur-Þýskaland varð hluti af sambandslýðveldinu.

  Þessi sögugrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.