1250
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1250 (MCCL í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Þórður kakali Sighvatsson kallaður á fund Hákonar Noregskonungs. Hann kom ekki aftur til Íslands.
- Sigvarður Þéttmarsson Skálholtsbiskup fór til Noregs og var þar í fjögur ár. Brandur Jónsson gegndi biskupsembættinu á meðan.
- Runólfur tók við forráðum í Viðey. Hann var svo vígður ábóti 1256 og stýrði klaustrinu í um fimmtíu ár.
Fædd
Dáin
- 28. apríl - Ormur Björnsson, goðorðsmaður á Breiðabólstað, sonur Hallveigar Ormsdóttur (f. um 1219).
- 23. nóvember - Árni óreiða Magnússon.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 30. apríl - Loðvík 9. Frakkakonungur var leystur úr haldi Egypta gegn því að greiða lausnargjald, milljón dínara og borgina Damietta sem hann hafði áður hertekið.
- 1. nóvember - Abel Valdimarsson krýndur konungur Danmerkur.
- Valdimar Birgisson varð konungur Svíþjóðar. Hann var fyrsti konungurinn af ætt Fólkunga.
- Márar voru endanlega hraktir frá Portúgal.
- Albertus Magnus einangraði arsenik.
- Rialtobrúnni í Feneyjum var breytt úr flotbrú í varanlega trébrú.
Fædd
Dáin
- 10. ágúst - Eiríkur plógpeningur, konungur Danmerkur (f. 1216).
- 13. desember - Friðrik 2. keisari (f. 1194).
- Eiríkur hinn smámælti og halti, Svíakonungur (f. 1216).
- Leonardo Pisano (Fibonacci), ítalskur stærðfræðingur (f. 1170).