Michael Jackson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Jackson
Ljósmynd af Michael Jackson að syngja í hljóðnema
Jackson í Vínarborg árið 1988
Fæddur
Michael Joseph Jackson

29. ágúst 1958(1958-08-29)
Dáinn25. júní 2009 (50 ára)
Önnur nöfnMichael Joe Jackson
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • dansari
  • upptökustjóri
Maki
Börn3, þ.m.t. Paris
ForeldrarJoseph Jackson (faðir)
Katherine Jackson (móðir)
FjölskyldaJackson-fjölskyldan
Tónlistarferill
Ár virkur1964–2009
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Áður meðlimur íThe Jackson 5
Vefsíðamichaeljackson.com
Undirskrift

Michael Joseph Jackson (29. ágúst 1958 – 25. júní 2009), kallaður „konungur poppsins“, var bandarískur tónlistarmaður, dansari og einn vinsælasti skemmtikraftur allra tíma. Söngur hans og dansspor, ásamt skrautlegu einkalífi, færðu honum vinsældir í yfir fjóra áratugi. Hann hafði áhrif á margar tónlistarstefnur. Hann varð einnig þekktur fyrir nokkur mjög flókin og erfið dansspor, eins og „vélmennið“ og „tunglganginn“, og fyrir að hafa breytt tónlistarmyndböndum í listform með myndböndum við lög eins og „Billie Jean“, „Beat It“ og „Thriller“.

Michael Jackson var áttundi í röð tíu systkina í Jackson-fjölskyldunni. Ferill hans sem tónlistarmanns hófst árið 1964 þegar hann kom fram með hljómsveitinni Jackson 5 ásamt eldri bræðrum sínum, Jackie, Tito, Jermaine og Marlon. Hann hóf sólóferil árið 1971 hjá Motown Records og náði alþjóðlegum vinsældum árið 1979 með plötunni Off the Wall. Hann var fyrsti svarti tónlistarmaðurinn sem naut mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðinni MTV og átti raunar stóran þátt í vinsældum stöðvarinnar. Platan Thriller varð mest selda plata allra tíma og Bad var fyrsta platan sem gat af sér fimm smáskífur sem náðu toppi bandaríska smáskífulistans.

Frá 9. áratugnum varð Michael Jackson sífellt umdeildari vegna lýtaaðgerða, einkalífs, framkomu og lífstíls. Árið 1993 var hann fyrst ásakaður um að hafa beitt barn fjölskylduvinar kynferðisofbeldi. Málinu lauk með sátt utan dómstóla og Jackson var aldrei ákærður vegna skorts á sönnunargögnum. Árið 2005 var hann sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn börnum og nokkrum öðrum sakarefnum. Bandaríska alríkislögreglan fann engin gögn um saknæmt athæfi af hans hálfu í hvorugu málinu. Árið 2009 var hann að undirbúa endurkomutónleikaröðina This is It þegar hann lést á heimili sínu við North Carolwood Drive í Holmby Hills-hverfinu í Los Angeles. Dánarorsök var of stór skammtur af própofól sem læknir hans, Conrad Murray, hafði gefið honum. Murray var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2011.

Eftir dauða Jacksons fór danshöfundur hans, Wade Robson, í mál við dánarbú hans og hélt því fram að Jackson hefði misnotað sig kynferðislega frá sjö ára aldri. Þessum ásökunum var lýst í kvikmyndinni Leaving Neverland frá 2019. Myndin hafði mikil áhrif og varð til þess að útvarpsstöðvar tóku lög hans úr spilun. Aðrar heimildarmyndir hafa komið út til varnar Jackson sem hafna þessum ásökunum.

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.