Fara í innihald

Persaflóastríðið (1991)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fyrra Persaflóastríðið)

Persaflóastríðið var stríð háð á milli bandalags sambandsþjóða sameinuðu þjóðanna með Bandaríkin í fararbroddi og Íraks sem stóð frá 2. ágúst 1990 til 28. febrúar 1991. Stríðið var háð sem svar við innrás Íraks í Kúveit.

Flóabardagi var háður í Kúveit og Írak í janúar og febrúar 1991. Upphaf þessa skamma stríðs var innrás Íraka í Kúveit undir stjórn Saddams Hussein á þeim forsendum að Kúveit væri sögulegur hluti Íraks og Kúveitar væru að stela olíu af umdeildu olíusvæði við landamærin. Tilgangurinn var augljóslega að ná valdi yfir olíubirgðum Kúveit. Herafli Kúveit stóðst Írökum ekki snúning og landið var sett undir harðhenta setuliðsstjórn. Írak innlimaði Kúveit opinberlega 8. ágúst. Á tímabilinu ágúst til nóvember samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjölda ályktana, sem náðu hámarki í kröfunni um brottför Íraka frá Kúveit fyrir 15. janúar 1991. Fjölþjóðlegur her á vegum Sameinuðu þjóðanna, alls 500 þúsund manna land-, sjó- og flugher var kvaddur saman gegn 540 þúsund manna her Íraka. Fjölþjóðlegi herinn var aðallega frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Bretlandi, Egyptalandi, Sýrlandi og Frakklandi. Hernaðaraðgerðin var kölluð „Eyðimerkurskjöldur“ og var ætlað að hindra frekari árásir á Sádi-Arabíu.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.