Sevilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sevilla er borg á Spáni. Sevilla er miðstöð menningar, lista og fjársýslu á Suður-Spáni. Hún er höfuðborg Andalúsíu og Sevilla-héraðs. Borgin liggur á sléttu við ána Guadalquivir. Íbúar borgarinnar voru 704.414 árið 2006 en á stórborgarsvæðinu býr rúmlega 1 milljón. Sevilla er fjórða stærsta borg Spánar.

Á spænsku eru íbúar borgarinnar kallaðir sevillanos (kk) eða sevillanas (kvk).