Sevilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sevilla.
Alamillo-brúin yfir Guadalquivir.
Hverfi Sevilla.

Sevilla er borg á Spáni og er fjórða stærsta borg landsins. Sevilla er miðstöð menningar, lista og fjársýslu á Suður-Spáni. Hún er höfuðborg Andalúsíu og Sevilla-héraðs. Borgin liggur á sléttu við ána Guadalquivir. Íbúar borgarinnar voru 701.000 í sveitarfélaginu árið 2021 en á stórborgarsvæðinu býr um 1,5 milljón. Á spænsku eru íbúar borgarinnar kallaðir sevillanos (kk) eða sevillanas (kvk). Sumrin eru heit í borginni og fer hiti oft yfir 35 gráður. Meðalhiti í júlí og ágúst er um 28 gráður.

Í miðborg Sevilla eru þrír staðir á minjaskrá UNESCO: Alcázar-höllin, dómkirkjan og skjalasafn Vestur-Indía. Höfn er í borginni á ánni Guadalquivir og er það eina höfnin sem er á fljóti á Spáni. Höfnin var mikilvæg á nýlendutíma Spánverja og hafði um tíma einokun á vörum frá nýlendum. Í dómkirkjunni er að finna gröf landkönnuðarins Kristófers Kólumbusar.

Knattspyrnulið borgarinnar eru Real Betis og Sevilla F. C..

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]