Fara í innihald

Ragna Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragna (Ragnheiður) Sigurðardóttir (f. 10. ágúst 1962) er íslensk myndlistarkona, rithöfundur, þýðandi og skáld.[1] Hún nam frönsku og myndlist í Aix-en-Provence í Frakklandi áður en hún hóf nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Að því námi loknu hélt hún til framhaldsnáms við Jan Van Eyck Academie í Hollandi.[2] Hún var gift Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargoða og tónlistarmanni, á árunum 1998-2024 og eiga þau tvær dætur.

  • 2022: Þetta rauða, það er ástin (skáldsaga)
  • 2019: Vetrargulrætur (smásögur)
  • 2016: Vinkonur (skáldsaga)
  • 2011: Bónusstelpan (skáldsaga)
  • 2009: Hið fullkomna landslag (skáldsaga)
  • 2000: Strengir (skáldsaga)
  • 1997: Skot (skáldsaga)
  • 1993: Borg (skáldsaga)
  • 1991: 27 herbergi (smásögur)
  • 1989: Fallegri en flugeldar (ljóð)
  • 1987: Stefnumót (smásögur og ljóð)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ragna Sigurðardóttir | Interviews with Icelandic Authors | Icelandic Literature | Promotion and translations | Icelandic Literature Center | Miðstöð íslenskra bókmennta“. islit.is. Sótt 4. nóvember 2015.
  2. „The Perfect Landscape | International IMPAC Dublin Literary Award“. impacdublinaward.ie. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 4. nóvember 2015.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.