Ragna Sigurðardóttir
Útlit
Ragna (Ragnheiður) Sigurðardóttir (f. 10. ágúst 1962) er íslensk myndlistarkona, rithöfundur, þýðandi og skáld.[1] Hún nam frönsku og myndlist í Aix-en-Provence í Frakklandi áður en hún hóf nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Að því námi loknu hélt hún til framhaldsnáms við Jan Van Eyck Academie í Hollandi.[2] Hún var gift Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargoða og tónlistarmanni, á árunum 1998-2024 og eiga þau tvær dætur.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]- 2022: Þetta rauða, það er ástin (skáldsaga)
- 2019: Vetrargulrætur (smásögur)
- 2016: Vinkonur (skáldsaga)
- 2011: Bónusstelpan (skáldsaga)
- 2009: Hið fullkomna landslag (skáldsaga)
- 2000: Strengir (skáldsaga)
- 1997: Skot (skáldsaga)
- 1993: Borg (skáldsaga)
- 1991: 27 herbergi (smásögur)
- 1989: Fallegri en flugeldar (ljóð)
- 1987: Stefnumót (smásögur og ljóð)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ragna Sigurðardóttir | Interviews with Icelandic Authors | Icelandic Literature | Promotion and translations | Icelandic Literature Center | Miðstöð íslenskra bókmennta“. islit.is. Sótt 4. nóvember 2015.
- ↑ „The Perfect Landscape | International IMPAC Dublin Literary Award“. impacdublinaward.ie. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 4. nóvember 2015.