Normannar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Yfirráðasvæði Normanna um 1130

Normannar er nafn notað um íbúa Normandí á miðöldum. Norrænir menn, einkum frá Noregi og Danmörku, tóku sér þar bólfestu á 9. öld undir forystu Göngu-Hrólfs, og urðu þar yfirstétt. Þeir tóku að miklu leyti upp tungu heimamanna, en samt voru talsverð áhrif norrænnar tungu í máli þeirra og örnefnum.

Normannar urðu herraþjóð á Englandi eftir innrás Vilhjálms bastarðar 1066, en eftir sigurinn var hann kallaður Vilhjálmur sigursæli.