Fara í innihald

Óli Gunnar Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Headshot taken by Ólafur Már Svavarsson
Óli Gunnar Gunnarsson

Óli Gunnar Gunnarsson (f. 10. ágúst 1999) er íslenskur leikari, rithöfundur og leikstjóri. Hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Árið 2013 skrifaði hann sitt fyrsta leikrit í fullri lengd, Unglinginn, ásamt Arnóri Björnssyni. Sýningin hefur verið þýdd og sett upp víðsvegar um heim. Hún var einnig tilnefnd til tveggja Grímuverðlauna árið 2014.[1] Árið 2015 skrifaði hann skáldsöguna Leitin Að Tilgangi Unglingsins ásamt Arnóri Björnssyni og Bryndísi Björgvinsdóttur. Sú skáldsaga var sett á svið sem leikritið Stefán Rís í Gaflaraleikhúsinu. Óli Gunnar lék persónuna Finn í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum árið 2018. Sama ár skrifaði hann ásamt öðrum leikritið Fyrsta Skiptið sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu og Hofi og á Sjónvarpi Símans.

Árið 2019 skrifaði hann, lék og leikstýrði þáttaröðinni Meikar ekki sens ásamt Arnóri Björnssyni. Serían var frumsýnd 6. maí 2020 á Sjónvarpi Símans.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Leikverk[breyta | breyta frumkóða]

  • Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Unglingurinn. 2013.
  • Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Stefán Rís. 2016.
  • Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Fyrsta Skiptið. 2018.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

  • Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Meikar Ekki Sens. 2020.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Performing Arts in Iceland | Tilnefningar til Grímunnar 2014“. stage.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2020. Sótt 19. júní 2020.