Isaac Hayes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Isaac Hayes

Isaac Lee Hayes, Jr. (20. ágúst 194210. ágúst 2008) var bandarískur tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari, sem sérhæfði sig í sálartónlist og fönki. Hayes samdi einnig tónlist við margar kvikmyndir, þekktast af þeim verkum var tónlistin í myndinni Shaft frá 1971 en hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir titillag myndarinnar. Einnig hlaut hann nokkur Grammy-verðlaun á ferlinum.

Hayes var rödd persónunnar Chef í teiknimyndaseríunni South Park frá upphafi hennar þangað til að hann hætti vegna ósættis við höfunda þáttanna vegna ádeilu þeirra á Vísindakirkjuna sem hann tilheyrði.