Suzanne Collins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suzanne Collins (fædd 10. ágúst 1962) er bandarískur sjónvarpshöfundur og rithöfundur, best þekkt fyrir að skrifa þríleikinn Hungurleikana.

Suzanne Collins

Æskuár[breyta | breyta frumkóða]

Suzanne Collins er fædd 10. ágúst 1962 í Hartford, Connecticut. Hún er dóttir liðsforinga í flugher Bandaríkjanna, sem þjónaði í Víetnamstríðinu. Sem dóttir liðsforingja í hernum þá var fjölskyldan stöðugt að flytja. Hún eyddi æsku sinni í austurhluta Bandaríkjanna. Hún var í menntaskólanum Alabama School of Fine Arts, þar sem aðalfag hennar var leikhúsfræði. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Indiana með tvær gráður, leikhús- og fjarskiptafræði.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Suzanne Collins hóf starfsferli sinn sem rithöfundur árið 1991 en þá skrifaði hún sjónvarpsþætti fyrir börn. Hún vann að nokkrum sjónvarpsþáttum fyrir Nickelodeon, til dæmis Clarissa Explains It All, The Mystery Files of Shelby Woo, Little Bear og Oswald. Árið 2008 skrifaði hún þríleikinn Hungurleikarnir.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]