Kjósarhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjósarhreppur
Laxá í Hvalfirði
Laxá í Hvalfirði
Skjaldarmerki Kjósarhrepps
Staðsetning Kjósarhrepps
Staðsetning Kjósarhrepps
Hnit: 64°20′29.8″N 21°35′33.4″V / 64.341611°N 21.592611°V / 64.341611; -21.592611
LandÍsland
KjördæmiSuðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarEngir
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriKarl Magnús Kristjánsson
Flatarmál
 • Samtals284 km2
 • Sæti42. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals269
 • Sæti54. sæti
 • Þéttleiki0,95/km2
Póstnúmer
276
Sveitarfélagsnúmer1606
Vefsíðakjos.is

Kjósarhreppur er sveitarfélag á Vesturlandi. Stundum er talað um Kjósina sem „sveit í borg“ vegna nálægðarinnar við Reykjavík. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður.

Kjósarhreppur er 302 ferkílómetra að stærð og liggur í norðanverðri Kjósarsýslu. Hreppurinn liggur að Reykjavík, Bláskógabyggð og Hvalfjarðarsveit.

Íbúar í Kjósarhreppi[breyta | breyta frumkóða]

Íbúar Kjósarhrepps voru 450 um aldamót 19. og 20. aldar en voru 250 árið 2021. Börn í hreppnum sækja Klébergsskóla á Kjalarnesi. Félagsheimilið Félagsgarður er leigt út til veisluhalda. Ásgarður gamli barnaskólinn hýsir skrifstofu hreppsins. Um 600 frístundahús eru í hreppnum. Samkvæmt jarðarskrá 2005 eru 47 jarðir skráðar í Kjósarhrepp og þar af eru 37 í ábúð. Á 27 bújörðum er jarðareigandi ábúandi.

Fjöll, hálsar og heiðar[breyta | breyta frumkóða]

Í hreppnum er norðanverð Esjan, norðanverðir Móskarðahnúkar og norðanvert Skálafell, Kjölur, Kjósarheiði, Botnssúlur (sunnanhluti fjallaklasans), sunnan- og vestanvert Múlafjall, Þrándarstaðafjall, Sandfell, Meðalfell, Möðruvallaháls, Sandfell, Eyrarfjall.

Dalir[breyta | breyta frumkóða]

Í hreppnum eru dalirnir Miðdalur, Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur, Laxárdalur, Svínadalur, Fossárdalur og Brynjudalur.

Vatnsföll[breyta | breyta frumkóða]

Í hreppum renna árnar Kiðafellsá, Laxá í Kjós, Bugða, Skorá, Dælsá, Miðdalsá, Flekkudalsá, Sandá, Svínadalsá, Þverá, Hálsá, Fossá, Brynjudalsá. Laxá er ein besta veiðiá landsins. Í henni er Þórufoss.

Vötn[breyta | breyta frumkóða]

Í hreppnum eru Meðalfellsvatn, Myrkavatn, Sandvatn, Grindagilstjörn, Sandfellstjörn, Eyjatjörn og Hurðarbakssef.

Í hreppnum eru vogarnir Botnsvogur , Brynjudalsvogur og Laxvogur og víkin Hvammsvík og nesið Hvítanes.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.