Jakob Jóhannesson Smári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jakob Jóhannesson Smári
Fæddur9. október 1889(1889-10-09)
Dáinn10. ágúst 1972 (82 ára)

Jakob Jóhannesson Smári (fæddur 9. október 1889, lést 10. ágúst 1972)[1] var íslenskt skáld, málfræðingur og kennari.

Jakob Smári var sonur Jóhannesar L. L. Jóhannssonar (1859-1929) prests á Kvennabrekku í Dölum og Steinunnar Jakobsdóttur,[2] elstur 16 barna séra Jóhannesar. Fimm ára var hann tekinn í fóstur og studdi fósturmóðirin, Kristín Jónsdóttir, hann til náms, fyrst hjá Birni Bjarnarsyni sýslumanni á Sauðafelli, sem kveikti áhuga Smára á bókmenntum.[3]

Kennari og skáld[breyta | breyta frumkóða]

Jakob Smári lauk stúdentsprófi árið 1908 og meistaraprófi í norrænum fræðum í Kaupmannahöfn árið 1914, og starfaði síðan við kennslu og blaðamennsku næstu sex árin.[4] Árin 1920-1936 starfaði hann sem yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, en varð þá að láta af kennslu vegna heilsubrests.[5] Eftir það stundaði hann mest ritstörf og þýðingar, ritaði m.a. bækur um íslenska málfræði.

Smári er líklega best þekktur í dag sem skáld. Hann skrifaði ljóðasöfnin Kaldavermsl (1920), Handan storms og strauma (1936), Undir sól að sjá (1939) og Við djúpar lindir (1957).[6][7] Sem skáld er Smári talinn hluti af nýrómantík. Ljóð hans eru fáguð og einkennast af sögulegum skilningi og samúð. Við nokkur ljóð hefur verið samin tónlist, og þau flutt af íslenskum listamönnum, t.d. Magnúsi Jónssyni og Sigurði Ólafssyni (1916-1993).

Í tilefni af 100 ára afmæli hans 1989, birti Gils Guðmundsson grein um hann í Andvara (1990).[8]

Fjölskyldan[breyta | breyta frumkóða]

Smári var giftur Helgu Þorkelsdóttur. Þau áttu tvö börn.[9]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Jakob Jóhannesson Smári“. www.mbl.is. Sótt 9. júlí 2019.
  2. Bibliotek, Islands National og Universitets. „Timarit.is“. timarit.is (danska). Sótt 9. júlí 2019.
  3. Bibliotek, Islands National og Universitets. „Timarit.is“. timarit.is (danska). Sótt 9. júlí 2019.
  4. Bibliotek, Islands National og Universitets. „Timarit.is“. timarit.is (danska). Sótt 9. júlí 2019.
  5. „Jakob Jóhannesson Smári“. www.mbl.is. Sótt 9. júlí 2019.
  6. „Jakob Jóhannesson Smári“. www.mbl.is. Sótt 9. júlí 2019.
  7. Smári, Jakob Jóhannesson (1957). Við djúpar lindir: kvæði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
  8. Bibliotek, Islands National og Universitets. „Timarit.is“. timarit.is (danska). Sótt 9. júlí 2019.
  9. „Jakob Jóhannesson Smári“. www.mbl.is. Sótt 9. júlí 2019.