Samantha Davies

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Samantha Davies

Samantha Davies (f. 23. ágúst 1974) er bresk siglingakona sem er þekktust fyrir að hafa náð 4. sæti í keppninni Vendée Globe árið 2009 og fyrir að leiða kvennaliðið Team SCA í Volvo Ocean Race 2014/15 þar sem þær höfnuðu í 6. sæti.

Davies er með próf í verkfræði frá Cambridge-háskóla. Árið 1998 tók hún þátt í keppninni um Jules Verne-verðlaunin með áhöfn sem var eingöngu skipuð konum á tvíbytnunni Royal & SunAlliance. Þær misstu mastrið við Nýja Sjáland.

Hún hefur tvisvar slegið met í siglingu yfir Ermarsund og tvisvar umhverfis Bretland. Árið 2014 var hún skipstjóri kvennaliðsins Team SCA í 12. útgáfu Volvo Ocean Race.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.