Parken

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Parken.

Parken (áður Idrætsparken og Telia Parken) er íþróttaleikvangur á Indre Østerbro í Kaupmannahöfn. Hann er þjóðarleikvangur Dana í knattspyrnu og var opnaður 1992.

Völlurinn tekur rúmlega 38 þúsund og er með þak sem hægt er að draga saman. Parken er einnig notaður fyrir tónleika og þá komast um 50-55 þúsund fyrir. Mestur fjöldi tónleikagesta var þá 60 þúsund á Michael Jackson árið 1997.

Parken var notaður sem einn vallana á EM 2021.