Ríkharður 2. af Normandí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Stytta Ríkharðs 2. á aðaltorgi Falaise í Normandí.

Ríkharður 2. af Normandí – (f. 23. ágúst 970 í Normandí, d. 28. ágúst 1026 í Normandí) – nefndur hinn góði (franska: Le Bon, enska: the Good) – var elsti sonur og erfingi Ríkharðs 1. af Normandí og konu hans, sem hét Gunnur eða Gunnþóra (Gonnor, Gunnora). Hann tók við völdum árið 996.

Hann gerði bandalag við Capetinga (frönsku konungsættina) og einnig við Brittany með því að gifta systur sína Geoffrey I af Brittany og giftist jafnframt sjálfur systur hans, sem var Júdit af Brittany. Hann reyndi einnig að bæta sambandið við England með hjónabandi Emmu systur sinnar og Aðalráðs konungs, en það gekk illa, því að Englendingum líkaði ekki við hana. Samt sem áður varð þetta samband hans við England grunnur ásamt öðru að kröfum Vilhjálms bastarðar sonarsonar hans, þegar hann barðist fyrir völdum á Englandi.

Ríkharður og Júdit áttu 6 börn og var Ríkharður elstur, sem síðar varð Ríkharður 3. af Normandí. Júdit dó 1017 og eftir það giftist hann seinni konu sinni, sem var Poppa af Envermeu og áttu þau tvö börn. Sagnir eru um það að hann hafi gifst þriðju konu sem hafi verið Ástríður Sveinsdóttir, dóttir Sveins tjúguskeggs, konungs í Englandi, Danmörku og Noregi. Það er þó ekki talið fullvíst.


Fyrirrennari:
Ríkharður 1. af Normandí
Hertogar af Normandí
(996 – 1026)
Eftirmaður:
Ríkharður 3. af Normandí