Halimah Yacob

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halimah Yacob
حليمة بنت يعقوب
Forseti Singapúr
Núverandi
Tók við embætti
14. september 2017
Persónulegar upplýsingar
Fædd23. ágúst 1954 (1954-08-23) (69 ára)
Singapúr
ÞjóðerniSingapúrsk
MakiMohammed Abdullah Alhabshee
Börn5
HáskóliÞjóðarháskólinn í Singapúr

Halimah binti Yacob (Jawi: حاليمه بنت ياچوب; fædd 23 ágúst 1954) er singapúrskur stjórnmálamaður sem er 8. og núverandi forseti Singapúr. Áður var hún meðlimur stjórnarflokksins People's Action Party (PAP) og var níundi forseti þingsins,[1] frá janúar 2013 til ágúst 2017.

7. ágúst 2017 sagði hún af sér sem þingmaður, forseti þingsins og úr PAP, til að verða frambjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2017 þar sem aðeins stjórnmálamenn af minnihlutaþjóðerni máttu bjóða sig fram (þjóðernishópar rótera forsetaembætti milli sín).

Þann 13. september 2017 varð hún sjálfkjörinn forseti án mótframboðs. [2] Halimah var svarin inn næsta dag[3] og er fyrsti kvenkyns forsetinn í sögu landsins.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jagran Josh. {{cite news}}: |title= vantar (hjálp)
  2. „Business Times:Halimah Yacob declared president-elect after walkover victory“.
  3. „ChannelNews Asia: Halimah Yacob sworn in as Singapore's 8th President“.
  4. „Al Jazeera: Halimah Yacob named Singapore's first female president“.