Hugh Andrew Johnston Munro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugh Andrew Johnstone Munro (29. október 181930. mars 1885) var breskur fornfræðingur og prófessor í fornfræði við Cambridge-háskóla.

Munros er einkum minnst fyrir mikilvæga útgáfu hans á kvæði Lucretiusar (1860; aukin og endurbætt útgáfa ásamt enskri þýðingu og skýringum 1864) en Munro ritstýrði einnig útgáfum á verkum Hóratíusar og Catullusar. Hann þótti einstaklega skarpskyggn textarýnir. Munro var einnig vel að sér um fornleifafræði og ferðaðist oft til Ítalíu og Grikklands.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.