Hugh Andrew Johnston Munro
Útlit
Hugh Andrew Johnstone Munro (29. október 1819 – 30. mars 1885) var breskur fornfræðingur og prófessor í fornfræði við Cambridge-háskóla.
Munros er einkum minnst fyrir mikilvæga útgáfu hans á kvæði Lucretiusar (1860; aukin og endurbætt útgáfa ásamt enskri þýðingu og skýringum 1864) en Munro ritstýrði einnig útgáfum á verkum Hóratíusar og Catullusar. Hann þótti einstaklega skarpskyggn textarýnir. Munro var einnig vel að sér um fornleifafræði og ferðaðist oft til Ítalíu og Grikklands.